Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Page 36
á félagslegum grundvelli, þrátt fyrir þessa
verðlagsþróun, hefur stjórn félagsins í senn
orðið að taka afstöðu til þess, á hvem hátt
væri unnt að trvggja félagsmönnum góða
veiði til frambúðar á viðráðanlegu verði, og
á hvern hátt endurskipuleggja mætti fjár-
hags- og sölukerfi félagsins, svo að því
marki yrði náð. Með öðrum orðum, á hvern
hátt mætti koma í veg fyrir, að verðlags-
þróunin leiddi til varanlegs samdráttar
veiðisvæða félagsins, og þá um leið félags-
starfseminnar allrar. Það er skoðun núver-
andi stjórnar, að takast megi að spyrna
gegn þeirri þróun, með aðlögun að þeim að-
stæðum, sem nú ríkja í íslenzkum stanga-
veiðimálum.
Tveir nýir leigusamningar hafa ráðið
mestu um þá stefnu, sem er í móttun, og
kemur nú fram í starfsemi SVFR. Annar er
nýr samningur um Norðurá, sem félagið
hefur haft á leigu um langt árabil, og hinn
er nýgerður samningur um Grímsá, sem er
nú orðin hluti af veiðisvæðum félagsins.
Allt síðan 1970 hefur verið ljóst, að mikil
hækkun myndi verða á leiguverði Norður-
ár. Það sumar var undirritaður við eigend-
ur árinnar viðauki við gildandi samning, þar
sem kveðið var á um, að við næstu endur-
skoðun Norðurársamningsins skyldi tekið
mið af því leiguverði, sem þá myndi gilda
um Þverá, miðað við stangafjölda. Er end-
urskoðunin kom til framkvæmda á sl. vetri,
varð og ljóst, að veruleg breyting myndi
samtímis koma til framkvæmda við veiði-
svæði Norðurár. Veiðifélag Norðurár nær
nú, með nýgerðum samningi, til árinnar
allrar, allt niður að veiðimörkum við Hvítá.
Á neðri hluta árinnar hefur um langt árabil
verið stunduð netaveiði, síðari árin venju-
lega með sjö til átta lögnum. Með nýja
samningnum hverfa þær. Á móti upptöku
netalagnanna koma hins vegar til fleiri
stangir við Norðurá.
Er þessi þróun í senn ánægjuleg og í
anda þeirra, sem vilja viðgang og aukn-
ingu stangaveiðinnar, og er rétt að geta
þess, að netaupptakan kann einnig að hafa
í för með sér auknar laxagöngur í Gljúfurá,
sem á ós að Norðurá.
í janúarmánuði sl. lauk endurskoðun
Norðuársamningsins. Leigugjald það, sem
nú er í gildi, er kr. 7 milljónir, og miðast,
eins og fyrr segir, við gildandi stangaverð
í Þverá, netaupptöku og fjölgun stanga. Hér
er um mikla hækkun að ræða, þegar haft
er í huga, að leiguverð Norðurár, árið 1971,
var 2 milljónir.
Leigugjaldið fyrir Norðurá miðast því nú,
í fyrsta sinn, við þá þróun sem orðið hefur
í verðlagningu margra íslenzkra laxveiðiáa,
en eins og kunnugt er, hafa þær, hver af
annarri, að meira eða minna leyti, færzt
yfir á hendur erlendra veiðimanna úr hönd-
um innlendra. Hafa erlendir veiðimenn, þá
ekki sízt bandarískir, greitt allt að þre-fjór-
falt verð á við það, sem innlendir hafa greitt
hæst, en það verð er innlendum veiðimönn-
um að sjálfsögðu ofviða.
Stjórn SVFR hefur allt frá því að þessi
þróun varð Ijós, stefnt að því, að hún yrði
ekki til þess, að veiðisvæði SVFR kæmust
á annarra hendur, eða þá, að afleiðingin
vrði sú, að SVFR gæti ekki tekið á leigu
ný veiðisvæði. Með þessu er þó ekld öll
sagan sögð. Til þess að mæta harðri sam-
keppni aðila, sem starfa ekki á sama grund-
velli og SVFR, verður SVFR í fyrsta lagi
að greiða a. m. k. sama verð fyrir þau
veiðisvæði, sem semja þarf um, hverju sinni,
og aðrir bjóða í og í öðru lagi verður að
34
VEIÐIMAÐURINN