Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Síða 39
seiði og hrogn, ef þannig vill til, annars
lifa þau af svipaðri fæðu og seiði laxfisk-
anna og eru þannig skæðir keppinautar
þeirra um æti. Hornsílin eru einkum étin
af urriðanum, og eins er krían og aðrar
fuglategundir skæðir óvinir þeirra.
Állinn er einn sá furðulegasti fiskur, sem
til er, og enn þann dag í dag hefur gáta
hans ekki verið ráðin til fulls. Hann er á
öfugu róli við hina vatnafiskana, því í stað
þess að ganga úr sjó til að hrygna í fersk-
vatni þá hrygnir állinn í söltu vatni, og það
er engin smávegis vegalengd á hrygningar-
stöðvamar, því þær eru í Saragossahafinu
um 4000 km frá ströndum Evrópu. Á dimm-
um haustkvöldum, oft í vatnavöxtum, legg-
ur állinn upp í þessa löngu ferð, og enginn
veit hve lengi hann er á leiðinni eða hvaða
leið hann fer, enn síður hvaða afl það er,
sem dregur hann alla þessa leið suður í mitt
Atlantshaf. Eitt er víst, að álalirfur finnast
yngstar í Saragossahafinu, og hvergi ann-
ars staðar í veröldinni.
Af því draga menn þá álvktun, að þar
fari hrygningin fram.
Enginn hefur nokkm sinni fundið ála-
hrygnu með þroskuð hrogn, og enginn
veit hvað verður um álinn að lokinni
hrj'gningu, en líklegt þykir að hann deyi
strax á eftir.
Álalirfurnar berast með Golfstrauminum
að ströndum íslands og Evrópu og tekur
ferðalagið 2V2—3 ár. Þá em seiðin orðin
um cm að lengd, gegnsæ og nefnast gler-
álar. Glerálarnir ganga upp í ár og læki
yfir torfæmr og hvað sem fyrir er og taka
sér bólfestu í fersku eða hálfsöltu vatni.
Þar hefja þeir sitt vaxtarskeið og nefnast
eftir það gulálar. Lifa þeir á ýmsum smá-
dýrum, svo sem kuðungum, skordýralirf-
um og krabbadýrum, einnig á smáfiski og
hrognum annarra fiska. Állinn er nætur-
dýr, og verður hans því lítið vart á daginn,
þá liggur hann undir steinum, eða niður-
grafinn í botnleðjuna. Sá tími, sem guláll-
inn er að vaxa, er breytilegur og fer það
bæði eftir kyni hans og því umhverfi sem
hann elst upp í, en yfirleitt munu hængam-
ir vera í fersku vatni um það bil 10 ár, og
hrvgnurnar nokkru lengur. Til eru sögur
um ála, sem hafa verið lokaðir inni í brunn-
um í allt að því 55 ár, svo það er augljóst,
að hann getur orðið gamall, komist hann
ekki til sjávar.
Áður en álinn leggur upp í sína hinztu
ferð tekur hann að breytast í svonefndan
bjartál. Hann dökknar á bakinu og verður
silfraður á kviðinn, meltingarfærin draga
sig saman og hann hættir því að taka til sín
fæðu, augun stækka, og eina dimma haust-
nóttina leggur hann af stað til sjávar eins
og áður sagði. Það er sama hvort ferðin
hefst á íslandi, annars staðar í Evrópu, í
Miðjarðarhafi eða Svartahafi, allir em ál-
arnir að fara til sama staðar, Saragossa-
hafsins, til þess að hrygna.
Það er ýmislegt fleira furðulegt og óleyst
í fari álsins, eins og til dæmis, að í flestum
vötnum er eingöngu hrygnur, í örfáum
vötnum, en flestum sjávarlónum eru bara
hængar. Hugsanleg skýring á þessu er að
seiðin séu kvnlaus til að byrja með og kyn-
ið ákvarðist síðan af einhverjum eiginleik-
um í umhverfinu, sem enn eru óþekktir.
Þegar talað er um silung á íslandi, er átt
við tvær fisktegundir í einu, urriða og
bleikju.
Uppmnalega hefur ísland verið vestasti
VEIÐIMAÐURINN
37