Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Side 42
er bezti stangaveiðitíminn fvrir urriða frá
því á vorin að ísa levsir, og fram á mitt
sumar.
Seiði sjóurriðans haga sér framan af ná-
kvæmlega eins og seiði vatnaurriðans.
Þau ganga til sjávar þegar þau eru 3—4
ára, og 12—18 cm að lengd. Þau ganga nið-
ur á vorin, fljótlega eftir að ísa leysir. Þeg-
ar þau koma í sjó, éta þau mikið, enda vfir-
drifið nóg af mat. Að hausti eru seiðin orð-
in kringum 250 grömm að þyngd. — Þá
fara þau aftur upp í þá á sem þau komu úr,
til þess að hafa þar vetursetu. Fiskurinn fer
að ganga upp í ágúst og getur verið að því
fram í desember, en aðalgangan er um
miðjan september. Undantekningarlítið er
allur sjóbirtingur í ánum á veturna og þar
af leiðandi lítið sem ekkert af honum í
sjónum.
Sá fiskur sem veiðist í ánum snemma
á vorin er því niðurgöngufiskur, en vegna
þess, hve feitur hann er hafa menn oft
ranglega haldið að sjóbirtingurinn væri að
ganga úr sjó á vorin. En hitastig ánna er
svo lágt á veturna og efnaskiptin þar af
leiðandi svo hæg, að fiskurinn brennir mjög
litlu. Eins halda fiskarnir sig margir sam-
an í torfum og það gerir þeim enn léttara
fvrir. Þar sem sjóbirtingur hefur verið rann-
sakaður nánar, hafa árleg afföll í sjónum
verið 30—50%, enda eru stórir sjóbirting-
ar ekki algengir. Algeng stærð er 1 til 3
pund, og fiskar yfir 10 pund eru sjaldgæfir.
Með aukinni laxarækt á síðustu árum hefur
verið gengið nokkuð á hlut sjóbirtingsins,
því laxaseiðin eru oft harðari í samkeppn-
inni en urriðaseiðin og bola þeim því í
burtu. Það eru laxaseiðin, en ekki fullorðni
fiskurinn sem þrengja að sjóbirtingnum.
Um laxinn hafa verið skrifaðar þykkri og
fleiri bækur en nokkurn annan fisk og það
er sá fiskur, sem mest er talað um, og fisk-
ræktin beinist sterkast að í dag.
Því ætla ég að vera stuttorður um hann
og aðeins draga fram nokkur helztu atriðin
á æviferli hans. Hann hrvgnir í straum-
vatni, á svipaðan hátt og urriðinn nema
hvað hann velur sér gjarnan sterkari straum
og grófari botn. Eftir að seiðin hafa alizt
upp í ánni 2—4 ár, ganga þau til sjávar og
eru þau þá 12—15 cm að lengd. Vorið sem
þau leggja af stað, verða á þeim innri og
vtri breytingar, þau verða silfurgljáandi á
hliðunum og dökkgræn á bakinu og hafa
fengið sterka löngun til þess að leita til
sjávar og matarlystin hefur aukizt óskap-
lega. Þegar í sjóinn kemur vaxa þau mjög
ört. Þannig að eftir 1 ár í sjónum eru þau
orðin 50—60 cm löng og 3—5 pund að
þyngd.
Afföllin í sjónum eru mikil og einungis
1 af hverjum 10 seiðum lifir af árið. Flest
seiðanna ganga eftir eins árs dvöl í sjón-
um upp í þær ár, sem þau komu úr. Seiðin
geta einnig verið tvö ár sí sjó. Jafnvel þrjú,
en við það eru afföllin skiljanlega meiri.
Laxinn fer að ganga frá því í endaðan maí
og fram í byrjun september. Að hrygningu
lokinni deyr mestur hluti laxins, aðeins um
9% fiskanna hrygna tvisvar og sárafáir
þrisvar.
Upphaflega koma allir okkar vatnafiskar
úr sjó, eins og áður sagði, og sá fiskur sem
fyrstur nemur hér land eftir ísöldina er
bleikjan. Skýringin er sú, að bleikja er í
eðli sínu norrænn fiskur og hefur því
snemma getað leitað upp í kaldar jökul-
40
VEIÐIMAÐURINN