Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Page 49

Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Page 49
þ. e. WF línu til sinna veiða, og er auð- vitað ekkert athugavert við þann persónu- lega smekk hans. En miðað við „fróman tilgang bókarinnar um hlutlægar upplýs- ingar“ finnst mér skjóta skökku við varð- andi hlutlæga, fróma fræðslu, að nefna tæp- ast það sem Stefán á að vita jafn vel og ég og aðrir, sem vilja vita, að hérlendis sem erlendis skiptast jöfnum höndum vanir og óvanir veiðimenn þannig, að sumir vilja helzt eingöngu nota skotlínur til sinna veiða, en aðrir framþungar eða jafnvel tví- mjókkandi þ. e. DT línur. Sem dæmi um þetta vísast til pistils í síðasta blaði um skotlínu þróun (æði) í Bretlandi undangeng- in ár. Þetta, með meiru, tel ég að minni okkur mjög á, að okkar persónulegu veiði- mannakenjar, og það að geta fullnægt þeim varðandi tæki, tækni o. fl., er ansi snar þáttur í veiðimennsku okkar. Eg álít að okk- ur beri því einnig að hafa skilning á að aðrir veiðimenn vilji líka hafa sínar skoð- anir og kenjar og taka beri tillit til þeirra. Þessi þáttur mun vafalaust síðar fjalla nán- ar um flugustangir, flugulínur, tauma o. fl., og þá gjarna frá ýmsum sjónarmiðum, svo snar þáttur sem tækin eru í fluguveiðunum. Hér læt ég nú útrætt að sinni um þetta atriði, með orðum eins Hardybræðra í rök- ræðum um skotlínur. Hann sagði: „Don’t blame the shooting head,“ sem hér út- leggst trúlegast: „Árinni kennir illur ræð- • « an. Annarsstaðar í þessu blaði birtist grein um íslenzka vatnafiska, eftir Jón Kristjáns- son, fiskifræðing, sem vinnur hjá Veiði- málastofnuninni. Þegar ég vitjaði erindis- ins, varð ég þess áskynja, að m. a. vegna þess að bæzt hefur við mannafla hjá Veiði- málastofnuninni, er þeim nú frekar kleift að sinna fleiri verkefnum en áður, og þar á meðal að reyna að svala fróðleiksfýsn okkar veiði- og fiskiræktarmanna varðandi okkar mjög margslungnu áhugamál. Ég fór því á fjörur við Jón um fleira efni, og mér virtist þeir hafa úr ýmsu að moða, gimi- legu til fróðleiks. Við, ýmsir veiðimenn, rákum upp stór augu sl. vor er fréttist að fróðir menn hefðu ráðlagt mikla neta- veiði í Meðalfallsvatni (og víðar), og því kemur hér lýsing Jóns á þeirri tilraun. Vissulega verður spennandi að fylgjast með hverri útkomu hún skilar, en það tel ég sjálfsagt að verði kynnt hér í blaðinu eftir hendinni. FISKIRÆKT * I MEÐALFELLSVATNI 1972 Samkvæmt beiðni leigutaka og leigusala gerði ég sl. vor á vegum Veiðimálastofn- unarinnar alhugun á Meðalfallsvatni í Kjós. Tilgangurinn var að kanna hvemig bæta mætti veiði í vatninu, en hún væri nú miklu lélegri en í gamla daga, að því er fróðir menn töldu. Lögð voru tilraunanet í vatn- ið til þess að fá hugmynd um samsetningu fiskstofnanna. Net þessi voru með mörgum mismunandi möskvastærðum og sýna nokkuð vel hlutfallið milli hinna ýmsu stærða af fiski. Kom í Ijós að mikið magn var af smárri bleikju í vatninu og vom smáriðnu netin VEIÐIMAÐURINN 47

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.