Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Qupperneq 14

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Qupperneq 14
lega má mest af Norðmönnum læra, en þeir framleiða um 40 þúsund tonn af eldis- laxi á þessu ári. Allur þessi lax er alinn í sjókvíum, en þær eru á víð og dreif innan norska skerjagarðsins, allt frá Stavanger til Tromsö. Vegna byggðasjónarmiða hefur verið lögð áhersla á að dreifa þessu sem mest. Af þessum 40 þúsund tonnum má gera ráð fyrir að um 5-10% sleppi út á hverju ári. Það má því áætla að 2-3 þúsund tonn af eldislaxi reyni að ganga í laxveiðiár til hrygningar. Þess ber að geta, að í Noregi heyrir öll stjórnun á laxveiðum í sjó undir sjávar- útveg. Hagsmunir sjávarútvegs hafa því haft algjöran forgang í allri ákvarðanatöku. Nær allar laxveiðiár hafa orðið fyrir barðinu á gengdarlausri veiði í reknet fyrir utan norsku ströndina. Umsjón með laxinum eftir að hann gengur í ferskvatn hefur Umhverfismálaráðuneytið. Það hefur lítið getað afhafst. Þó hefur það fengið norsk stjórnvöld til að leggja fram 10 milljónir norskra króna á næstu árum til að sleppa gönguseiðum, til að styrkja náttúrulegan stofn í tíu norskum laxveiði- ám. Seiðin verða af stofni viðkomandi árkerfís. Þar sem ofveiði á villtum stofnum er staðreynd í Noregi, eiga eldislaxarnir auðveldara með að taka yfir laxveiðiárnar. Menn fylgjast nú vel með því hvernig þessum löxum, sem orðnir eru kynbætt húsdýr, tekst að hrygna og þrífast í villtu umhverfí. Segja má að þessi staða mála í Noregi ætti að vera okkur víti til varnaðar, ekki síst að því er varðar stjórnun þessara mála. Stjórnun á lífsferli laxins í ferskvatni og sjó ber að hafa á einni hendi. Aðstæður hér á landi Ástand villta laxastofnsins hér á landi er allt annað en í Noregi og eldisaðstæður hér eru mikið frábrugðnar því sem þar er. Líklegt er að villtum stofnum hér stafí ekki eins mikil hætta af laxeldi, eins og raunin hefur orðið í Noregi. Hinsvegar er nauðsynlegt að vera vel á verði og reyna að miðstýra laxeldinu á þann hátt að náttúr- unni stafí sem minnst hætta af því, hvað varðar umhverfísspjöll, mengun og lax- veiði. Mun nú verða rætt um helstu laxeldis- framkvæmdir hér á landi með hliðsjón af staðsetningu þeirra og helstu laxveiði- svæðanna. Staðsetning eldisfyrirtækja Mynd 1 sýnir staðsetningu helstu eldis- og hafbeitarstöðva hér á landi. Að því er náttúruleg vatnakerfí varðar, er sú hætta, sem af þessum stöðvum stafar, æði mismunandi. Strandeldisstöðvar nota flestar sjó til að ala laxinn og tengjast því ekki vatnakerfum. Seiðaeldisstöðvar eru hinsvegar oft staðsettar þannig, að frá- rennsli þeirra fer beint í ár og stöðuvötn. Hætta, sem af þeim stafar fyrir vatna- kerfín, er því tvíþætt. Annarsvegar berst verulegt magn úrgangsefna frá stöðvunum út í árnar. Það gæti flokkast undir mengun ef árnar eru mjög lífrænar fyrir, en slík viðbót gæti á hinn bóginn í sumum til- fellum verið til góðs, ef vatnakerfíð er mjög næringarsnautt. Hin hættan er fólgin í smiti ef sjúkdómar koma upp í eldis- stöðvunum. Þar sem lítið er vitað um dreifingu sjúkdóma í vatnakerfum hér á landi, verður að telja öruggast að nota klakfísk úr viðkomandi árkerfi og flytja sem minnst af hrognum og seiðum milli landshluta. Ymsar eldisstöðvar hafa verið sérstak- lega hannaðar til að vera með marga stofna úr ákveðnum landshluta samtímis í eldi. 12 VEIÐIMAÐURINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.