Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Side 28

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Side 28
veiðitækja, fluguhnýtingum, margvísleg- um fræðsluerindum, útvegun kvikmynda um veiði, útgáfu veiðitímarita, ráðstefnu- haldi um veiðimál og veiðidegi fjölskyld- unnar. Allt stefnir þetta í raun og veru að sama markmiðinu, en það er að stækka markað- inn fyrir veiðiréttareigendur og í raun skapa meiri samkeppni um veiðileyfin. Og hvert er þakklætið frá mörgum veiðiréttareigendum? - „Við þurfum ekkert á stangveiðifélögunum að halda, þau eru aðeins óþarfa milliliður.“ Menn fara ef til vill að efast um ágæti veggspjaldsins, sem við gerðum í tilefni veiðidags fjölskyldunnar 1985, sem Landssamband veiðiréttareigenda fékkst ekki til að styðja fjárhagslega. Við dreifð- um þessu veggspjaldi um allt land og þar stendur skýrum stöfum „Stangveiði fyrir alla“. Það felst mikið í þessum orðum og það má margt út frá þessu veggspjaldi leggja, - litli snáðinn alsæll með sína fallegu bleikju, þrátt fyrir rok og rigningu, - og við hefðum alveg eins getað haft þarna mynd af Kristjáni í Crystal áttræðum. Það þekkist ekkert kynslóðabil í stangveiðiíþróttinni, þar getur öll fjölskyldan sameinast, jafnt ungir sem aldnir. En ef það er mat einhverra að stang- veiðifélögin séu óþörf og þau fái ekki vatnasvæði fyrir sína mörg þúsund félaga og leggist þar af leiðandi niður, þá er rétt að benda stjórnvöldum á það, að þau skuli nú þegar hef]ast handa um byggingu fleiri heilsuhæla og auka til muna framleiðslu á félagsfræðingum, sálfræðingum og geðlæknum. Hugsum okkur hvernig kjörorðin okkar verða eftir nokkur ár, ef svo heldur fram sem horfír. „Sólarlandaferðir eða stangveiði?“ „Móarnir eða malbikið?11 „Vötnin eða vímuefnin?“ „Súrefnið eða sællifíð?“ Nei, - kæru stangveiðimenn, gerum tilraun til að vekja ráðamenn þjóðarinnar til meðvitundar um það að hreint loft, ómengað vatn, hófleg hreyfing og heilbrigt félagslíf sé nútímamanninum jafn nauð- synlegt og matur og drykkur. Mér liggur við að segja, sem stangveiði- maður, að vötnin okkar og árnar okkar séu á vissan hátt lífæðar þjóðarinnar. Eg get ekki skilist svo við ykkur von- glöðu veiðimenn, - því allir horfum við björtum augum fram til næsta sumars, - að minnast ekki lítillega á mál málanna, en það er alltaf það sama ár eftir ár - verðlagið á veiðileyfum. Það er nú fremur erfitt að finna út haldbærar tölur um heildar veiðileyfasölu á íslandi t.d. miðað við útflutningsbætur á landbúnaðarafurðir, jarðræktarframlög, framleiðnisjóð eða niðurgreiðslur á bú- vörum. Þetta er allt hægt að lesa í nýlega framkomnum fjárlögum ríkisins, en þetta er hvorki staður né stund til að upplýsa um þær upphæðir. En ég tel mig þó hafa nokkuð haldbærar upplýsingar um það, að veiðiréttareigend- ur hafí fengið greiddar um það bil 260 milljónir króna fyrir veiðileyfi síðastliðið sumar og er þá hvorki gisting, fæði, leið- sögumenn, né annar kostnaður meðtalinn. Og segi svo einhver að stangveiði- félögin séu óþörf, þó svo að eitthvað sé af útlendingum þarna í bland. Eg vil svo að lokum þakka fulltrúum og framsöguræðumönnum fyrir fróðleg erindi og málefnalegar umræður og óska ykkur öllum góðrar heimferðar. 26 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.