Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Qupperneq 31

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Qupperneq 31
ISLANDIA Broddur: Avalt silfur Stél: Indversk kráka, eftirlíking Kragi: Blá striítsfjöður Biíkur: Hvítt silkifloss og rautt floss í vafning Vcengur: íkornahár, litað blátt Skegg: Ljósbláar hanafanir Haus: Rauður streng, byrjaði ég að veiða mikið niður fyrir mig, veiddi þröngan geira og lét leka niður í rennuna. Þetta geri ég þó sjaldan, því að ég veiði oftast nær mjög þvert á ána, veiði fullar 90 gráður og rúlla línunni upp fyrir mig til að taka buginn af. Þegar ég kom að strengnum og línan hafði farið yfir klöppina og lak beint niður strenginn, fann ég að tekið var í. Þetta var mjög laus taka og ég sagði við Jón og Hall- dór, sem sátu við hliðina á mér, að þetta væri urriði. Eg ætlaði ekki að þreyta þenn- an físk mikið, enda ekki mjög gaman að eiga við lítinn urriða á 14 feta tvíhendis stöng. Ég tosaði línuna inn mjög hratt og lét hana liggja í hönkum niðri á grasinu fyrir neðan mig. Ég hafði ekkert fyrir því að hala hana inn á hjólið, ætlaði bara að kippa þessum urriða á land í hvelli. Hann synti á móti mér upp strenginn, en lá óvenjudjúpt. Halldór og Jón sögðu við mig, að þetta væri enginn urriði og ég skyldi vanda mig við verkið. Ég var nú ekki alveg á sama máli strax, en lét tilleiðast og spólaði lín- una inn á hjólið. Þegar hér var komið, var ég nú farinn að trúa Jóni og Halldóri, og þegar ég herti á línunni fann ég að það var meiri þungi bakvið en að um urriða gæti verið að ræða. Enda kom það fljótt á daginn, því að spegilfögur 16-18 punda hrygna renndi sér fagurlega upp úr ánni og stökk með glæsibrag. Lengur var ekki hægt að efast um að þetta væri lax. Hrygnan tók mikla roku niður eftir ánni og dró út af hjólinu langt niður á undirlínu áður en hún stopp- aði. Ég náði línunni inn aftur og hún var komin langleiðina að mér, þegar hún tók aðra roku upp ána og síðan út í miðja á. Þar VEIÐIMAÐURINN 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.