Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Page 38

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Page 38
Frá Miðfjarðará Við athugun á skýrslum um veiði í Mið- fjarðará sumarið 1985 kom m.a. í ljós, að mjög góðar heimtur voru þar á merktum laxi. Samkvæmt skýrslu Tuma Tómas- sonar fískifræðings hefur merktur lax skil- að sér betur í þessa á fyrrnefnt ár en dæmi eru um annars staðar, svo vitað sé, að svo miklu leyti sem vitað er um endurheimtur fram að þeim tíma. Seiðasleppingar hafa verið auknar mikið í ýmsar ár síðari árin, en nákvæmar athuganir á árangrinum hafa óvíða verið gerðar, ef frá eru taldar Elliða- árnar. Veiðin í Miðf]arðará sumarið 1985 var samtals 1341 lax og skiptist þannig: Stangveiðimenn veiddu 1050 laxa Bændur í ádrátt (í klak) 291 Alls 1341 - Að veiði lokinni var talið að allmikið af laxi væri þá eftir í ánni, væntanlega nóg til þess að náttúran sjálf gæti séð um viðhald stofnsins, ef ekkert óvænt bæri að höndum. Ef litið er til lengri tíma hefur gengið á ýmsu um laxgengd í Miðfjarðará. Sú var tíð, að hún var að verða að kalla laxlaus vegna hóflausrar neta- og ádráttarveiði. Þá mátti hún vissulega muna sinn fífíl fegri. Arið 1944 ritaði Magnús F. Jónsson frá Torfastöðum fróðlega grein í 5. hefti Veiðimannsins um Miðfjarðará og þær ár, sem í hana falla, en þetta vatnakerfi gengur oftast í daglegu tali undir nafninu Mið- fjarðará. Þykir mér rétt að taka hér upp nokkra kafla úr þessari grein Magnúsar, þar sem ég geri ráð fyrir að margir, sem nú lesa Veiðimanninn, eigi ekki fyrstu hefti hans, en þó skal á það minnt, að fyrstu sex heftin voru Ijósprentuð fyrir skömmu og hafa fengizt á skrifstofu Stangaveiði- félags Reykjavíkur. I upphafí greinar sinnar segir Magnús orðrétt: „Miðfjarðará og þær ár, sem í hana falla, mega eflaust teljast með laxfrjóustu ám á landinu, þegar litið er á það, að þær voru óvenju hart leiknar af ádráttarveiði á umliðnum öldum, en þó sérstaklega á tveim síðustu áratugum. Veturinn 1920, sem er sá mesti snjóavetur, sem menn muna, leifði stórsnjóum á fjöllum og fremst í byggðum, sem entust langt á sumar fram. Arnar voru því óvenjulega vatnsmiklar fram um mitt sumar og löng- um ódrægar netum, svo laxinn komst óhindraður á stundum fram á fremstu stöðvar. En laxaganga var svo mikil þetta sumar, að elstu menn þóttust ekki slíka muna. Arnar hafa búið að þessu mikla laxagönguári lengi, því þegar netjaveiði var hætt 1. ágúst um sumarið voru árnar fullar af laxi, sem hrygndi í bezta næði. Svo komu snjólitlir vetrar allt til 1938, er árnar voru að fullu friðaðar fyrir netjaveiði. Það þýddi að á þeim árum voru árnar orðnar venjulega vatnslitlar þegar veiði með net- um byrjaði, sem var oftast um miðjan júní. Flest árin voru þó fremur góð veiðiár og sum ágæt, eins og veiðiskýrslur frá þessu tímabili sýna, sem var undrunarefni þeim, sem horfðu upp á rányrkjuna. Að þessar miklu nytja- og veiðiár voru ekki orðnar 36 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.