Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Qupperneq 44

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Qupperneq 44
gönguseiða eða hafbeitarseiða af laxi betri á Islandi en í nokkru öðru landi á norður- slóðum. Að vísu þarf einnig að koma til lindarvatn, kalt eða volgt eftir aðstæðum, en einnig þessar tegundir vatns finnast all- víða. En til þess að seiðaframleiðsla geti orðið viðhlítandi ódýr og það mikil að vöxtum, að hún skipti máli þjóðhagslega séð, þarf hver einstök eldisstöð að ráða yfir mikln, ákjósanlegu og ódýru eldisvatni. Annars getur kostnaður við öflun eldis- vatns orðið óhóflegur og raskað rekstrar- grundvelli. Séu þaulreynd erlend vinnu- brögð, einkum sænsk og bandarísk, um undirbúning og meðferð sjógönguseiða réttilega hagnýtt, er ekkert því til fyrir- stöðu að framleiða hérlendis ódýrari haf- beitarseiði en í nokkru öðru landi og með mikla hæfni til endurheimta. Vegna notk- unar jarðvarma í íslenskum eldisstöðvum þarf að vísu að koma til nokkur sérmeðferð á seiðum til að tryggja kjör-silfrun þeirra, en þekking um þetta atriði er fyrir hendi. Það eru því til staðar öll grundvallarskil- yrði fyrir framleiðslu áfyrsta flokks ogódýr- um sjógönguseiðum hér á landi. 2. Markaðir fyrir sjógönguseiði Grundvallarskilyrði fyrir framleiðslu sjógönguseiða er vitanlega, að markaðir séu fyrir slíka vöru. Um þrjá möguleika er að ræða í þessu sambandi: a. Til hafbeitar; b. Til útflutnings fyrir sjókvíaeldi; og c. Fyrir matfiskaeldi hérlendis, annaðhvort í sjókvíum eða kerjum á landi. a. Hafbeit Vegna banns við laxveiðum í sjó við strendur Islands er aðstaða hérlendis til hafbeitar miklum mun betri en í nokkru öðru landi við norðanvert Atlantshaf. En sumpart vegna úthafsveiða Færeyinga og Grænlendinga og sumpart vegna íslenskra handarbaksvinnubragða, hefur hafbeit þróast óeðlilega hægt. Þó eru nokkrar mikilvcegar undantekningar, þar sem náðst hefur viðhlítandi eða ágcetur árangur, og lof- ar þetta góðu um framþróun þessa mikla vaxtarbrodds íslensks laxaiðnaðar. Að mati greinarhöfundar er þetta raunar einasti umtalsverði vaxtarbroddur þessarar at- vinnugreinar á Islandi. Skortur á við- hlítandi hafbeitaraðstöðu við vestur- og suðvesturstrendur landsins allt til þessa er að vísu til baga, en á tveimur stöðum norð- anlands, sérstaklega í Olafsfjarðarvatni, er hafbeitaraðstaða frábær. Eins og stendur er markaður fyrir sjógönguseiði til haf- beitar sáralítill hér á landi. b. Utflutningur sjógönguseiða fyrir sjókvíaeldi Norðmenn hyggjast flytja inn á þessu ári um 5 milljónir sjógönguseiða fyrir Norður-Noreg, svo fremi sem unnt reynist að afla seiða sem eru laus við sjúkdóma. Finnland, Svíþjóð og Island eru þau lönd sem helst koma til greina. Kýlapest leynd- ist í seiðum sem s.l. ár voru flutt frá Skot- landi, og þess vegna er það land nú á bann- lista. Norðmenn stefna að því að verða sjálfum sér nógir um framleiðslu sjó- gönguseiða á næstu árum, og því er þessi markaður stundarfyrirbæri. Enda má lítið út af bera í sambandi við sjúkdóma. Og með því illvígir sjúkdómar láta á sér bæra í vaxandi mæli hérlendis, gæti Island á árinu 1987 lent á bannlista eins og Skotland. Framleiðsla sem treystir einvörðungu á Noregsmarkað er því í hæsta mátaóráðleg. Og vafasamt er um útflutning sjógöngu- seiða til annarra landa en Noregs, nema þá helst í óvissum mæli til Irlands. c. Seiði fyrir matfiskeldi hérlendis Að mati höfundar er raunar óþarft að 42 VEIÐIMAÐURINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.