Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Page 49

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Page 49
Einar Hannesson Alftá á Mýrum Álftá er í hópi minni laxveiðiáa í landinu. Eigi að síður hefur hún vakið athygli stang- veiðimanna fyrir óvenjulegan stöðugleika í veiði og aukningu, á meðan flestar lax- veiðiár lentu í veiðilægðinni á seinustu ár- um, eins og dæmin sanna. Hún hefur þannig komið skemmtilega á óvart. Árlegt meðaltal veiði í Álftá á árunum 1973-79 var263 stangveiddir laxar, auk sjóbirtings- veiðinnar. Hins vegar hefur árlegt meðaltal seinustu fimm árin, 1981-85, verið 349 laxar. Er aukning því um 32%. Á þessu er auðvitað sú skýring, að unnið hefur verið að fískrækt í Álftá. Þá má einnig nefna í þessu sambandi, að mestur hluti árinnar er innan við 70 metra hæð yfir sjó. Þá er Álftá sambland af lindá og dragá. Ós Álftár í sjó er skammt utar en býlið Álftárós, sem er um 18 km í vestur frá Borgarnesi. Efstu drög að ánni eru inni á Hraundal, um 30 km frá sjó, en áin sjálf á upptök í jaðri Álftárhrauns, skammt frá býlinu Álftá. Um 6 km frá upptökum fellur í Álftá áin Veitá, sem á efstu drög inni á Hraundal, sem fyrr greinir. Eftir Veitá kemst sjógenginn fískur um 10 km vega- lengd, eða nokkru ofar en Hraundalsrétt hjá Syðri-Hraundal. Sjógenginn fiskur kemst því um 30 km leið eftir ánum. Vatnasvið Álftár í sjávarósi er 118 km2. Netaveiði hætt Þegar veiðifélagið var stofnað um ána Einar Hannesson, fulltrúi á Veiðimála- stofnuninni, hefur skrifað fjölda greina um veiðimál í blöð og tímarit, m.a. margar í Veiðimanninn. Hér frceðir hann lesendur bláðsins um eina af smarri laxveiðiánum, sem hefur ,,komið skemmtilega á óvart“. 1971, hafði lengst af verið stunduð neta- veiði í Álftá, eins og í öðrum laxveiðiám í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Horfið var alveg frá netaveiði 1973 og eingöngu veitt eftir það á stöng. Um 40 ára skeið hafði verið stunduð reglulega stangveiði í efri hluta Álftár, en netaveiði eins og áður segir á neðri hluta hennar. Það var Sigurður Guðbrandsson (1902-1984), mjólkurbú- stjóri í Borgarnesi, en hann var ættaður frá VEIÐIMAÐURINN 47

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.