Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Page 58

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Page 58
Veiðipósturinn Einn af lesendum Veiðimannsins hringdi og óskaði að koma á framfæri athugasemd vegna greinar, sem Sigvaldi H. Pétursson skrifaði í síðasta tölublað og nefndist „Um rétta meðferð á veiddum fiski“. Það sem þessi lesandi hafði einkum við að athuga, var eftirfarandi í grein Sigvalda: „Samkvæmt viðtali við nokkra þá sem keypt hafa lax af stangveiðimönnum telja þeir sig ekki geta það lengur. Eldisfiskur- inn sé svo miklu betri“. Einnig þessi setn- ing: „Eins og staðan er nú, mun eldisfísk- urinn hafa þó nokkra yfirburði“. Það er hins vegar álit fyrrgreinds les- anda, að eldislaxinn jafnist engan veginn á við villta laxinn, sem sé miklu betri til matar. Þetta kemur reyndar einnig fram í grein Sigvalda, en þar segir: „Enginn dregur í efa, að fiskur sem vex á náttúrlegan hátt er ljúffengastur, - ef farið er með hann á réttan hátt eftir að hann er veiddur“. Við höfðum samband við verzlun hér í Reykjavík, sem kaupir mikið magn af laxi, bæði hafbeitarlaxi, eldislaxi, netalaxi og stangveiddum laxi. Þessi verzlun selur mikið af ferskum laxi, bæði til einstaklinga, en einnig til mötuneyta, skipa o.fl. Þarna fer einnig fram vinnsla, m.a. reyking á laxi í stórum stíl. Starfsmennirnir eiga því að vera vel dómbærir um gæði. Þarna fengum við þær upplýsingar hjá þeim sem taka við laxinum, gera að hon- um, skera hann niður til neyzlu og flaka hann til reykingar, að mikill munur þyki á gæðum villta laxins og eldislaxins. Eldis- laxinn sé miklu ljósari á holdið en villti lax- inn og þyki því ekki eins falleg matvara, en einnig sé holdið gjarnan líkara fiskhlaupi en fiski og geti eldislaxinn verið erfiður í 56 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.