Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Qupperneq 85

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Qupperneq 85
Igoe hverfið í St. Louis var sprengt upp og keyrt á haugana. Arið eftir kemur út bók Robs Kriers, Urban space. Er bókin öll í anda Camillos Sitte. Krier sýnir þar nokkrar sannfærandi tillögur um hvernig megi leysa vandamál stórborga Evrópu, í takt við þá hefð sem þær eru byggðar á. Myndmálið er ríkt og ljóðrænt, Krier bendir á leiðir sem eru færar til að byggja betri borgir og bæi. Þessir tveir höfundar vitna mikið til bókar Roberts Venturi, Complexity and Contradiction in Architecture, lesningar sem enginn arkitekt ætti að láta fram hjá sér fara, textinn er margræður og flókinn eins og myndmálið sem Venturi kynnir. Þessar þrjár bækur voru helsta lesning okkar sem vorum farnir að efast í trúnni á lífsgildi ’68 kynslóðarinnar og sveitaþorpin með endalausum þægindum og huggulegheitum. Eg trúði á að þarna væri leið til að skapa arkitektúr sem væri margræðari, jákvæðari og ljóðrænni en nokkuð annað sem ég þá þekkti. Fyrstu „líkamlegu” kynni mín af postmódernísku umhverfi vorur á námsferðalagi til Berlínar haustið ’82. Þar stóð fullgerður nokkur hluti af IBA-verkefninu sem hefur verið fjallað mjög rækilega um á öðrum vettvangi. Þó nokkur fúlegg væru inn á milli voru lausnirnar mjög sannfærandi og tel ég að þarna hafi verið unnið stórvirki, þá helst í skipulags- málum. Hrifning mín var mikil af þessari tilraun, sem stóð í skerandi mótsögn við andstyggilegan Berlínarmúrinn og gæsagang stríðsvélar kommúnistanna hinum megin. Skruppum við yfir múrinn stöku sinnum til þess að horfa beint framan í óttann, skelfinguna og þrúgandi nærveru hers og lögreglu við hvert fótmál. Nýlegar uppljóstranir um umfang njósna ógnarstjórnarinnar í A- Þýskalandi kommúnismans sanna að þessi snertur af ofsóknaræði sem nísti þessa skömmu stund var ekki ástæðulaus. Við þessar aðstæður var IBA, verkefnið eins og skært Ijós í myrkrinu, eflaust ein ástæða þess hve okkur ferðafélögum fór að þykja vænt um þessar byggingar og hverfi. Margrætt, jákvætt og ljóðrænt umhverfi í ætt við það sem ég hafði látið mig dreyma um. Frískir vindar fóru að blása um arkitektastofurnar í K.höfn samhliða þessari þróun. Eg tel þó eitt verkefni öðrum framar hafa losað um vantrú kolleganna, en það var er Henning Larsen, þá gamall samkeppnistarfur, vann alþjóðlega samkeppni um utanríkisráðuneyti í Ryadh, Saudi Arabíu. Lausnin kom öllum á óvart sem þekktu Henning og hans fyrri verk. Lausnin var byggð á byggingahefð íslamskrar menningar. I grunn- mynd hússins er „bazarinn“ mest áberandi. Þrjár bazargötur tengjast í þríhyrning sem tengir þrjár skrifstofublokkir. Svalandi inngarðar sem byggja á íslamskri hefð í garðlist tengjast innbyrðis og inn á bazargöturnar á einfaldan og aðlaðandi hátt. Lausn þessi var í raun ekki neitt tískufyrirbæri sem varð til innan veggja teiknistofunnar, heldur eðlileg afleiðing kröfu Saudanna um að þeir vildu fá hús sem byggðist á íslamskri hefð. Yfirlýstur tilgangur þeirra með samkeppninni var að fá sannfærandi módel að uppbyggingu sem þeir eiga fyrir höndum. Þeir voru einfaldlega búnir að fá yfir sig nóg af innfluttum glerkössum, sem alþjóðlegir verktakar voru búnir að selja þeim í áratugi og eru til stórvandræða. Hefur Henning hlotið mikla alþjóðlega viðurkenningu fyrir verk þetta, sem hefur ásamt öðrum opnað nýja leið að svæðisbundnum lausnum sem eru byggðar á næmum skilningi á menningu og byggingarhefð hvers svæðis (regionalismi). Eg hreifst innilega af tillögunni og skissum Hennings í öllum þeirra 83
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.