Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Blaðsíða 11
G E S T
U R
O
L A F S S O N
Undanfarin ár hefur umrœða um
byggingarlist á íslandi fœrst í aukana
og er það vel. Þeir sem hafa getað
slitið sig frá þeirri lífseigu skoðun að
engin list jafnist á við ritlistina eru að byrja að gera
sér grein fyrir því, sem aðrar menningarþjóðir hafa
vitað í þúsundir ára, að byggingarlist lœtur menn
ekki í friði.
Bók er alltaf hœgt að loka. Það er líka hœgt að
slökkva bœði á útvarpinu og sjónvarpinu og forðast
konserta, leikhús og málaralist ef menn vilja.
Byggingarlistin er hins vegar hluti af daglegu um-
hverfi okkar, sem enginn getur umflúið.
Hugsanlegt er líka að í framtíðinni fari einhverjir
sem ekki láta sér nœgja svarið „af því bara" að
velta fyrir sér hinum fjölmörgu hliðum þessarar
listgreinar og fari að leita einhverra svara við því
sem er að gerast. Byggingarlistin hefur það
nefnilega fram yfir margar aðrar listgreinar að þar
er bœði óhœtt og nauðsynlegt að spyrja spurn-
ingarinnar „hvers vegna" þegar horfst er í augu
við innsta kjarna þeirrar hugmyndafrœði sem
rœðurbyggðuumhverfi. Þeirrarspurningareraldrei
of oft spurt. Hvers vegna þurfum við íslendingar
Þjóðarbókhlöðu þegar upplýsingar leika á öldum
Ijósvakans heimshorna á milli inn í tölvur og
sjónvörp á hverju heimili? Hvers vegna fjölgar
slysum stöðugt, þegar aldrei hefur verið til meiri
þekking á því hvernig á að byggja öruggt
umhverfi?Hversvegnaþurfumviðráðhúsátímum
valddreifingar og samdráttar? Hvers vegna er
byggingarlist samtímans jafnflókin og sundurleit
og raun ber vitni þegar okkur hefur sjaldan legið
jafnmikiðáaðfara vel með peninga? Hversvegna
eru vínbúðir Áfengisverslunar ríkisins að verða eins
og lager á járnsmíðaverkstceði? Ef við œttum vel
menntaða fjölmiðlamenn þá myndu þeir spyrja
þessara spurninga og margra fleiri og hugsanlega
gcetum við þá líka lœrt eitthvað af því sem er að
gerast í kringum okkur.
Þegar Robert Venturi lagði grunninn að Post-
módernismanum fyrir meira en aldarfjórðungi með
bóksinni „ComplexityandContradictionin Archi-
tecture,, þá benti hann á að það að móta
umhverfi fyrir fólk verður ekki leyst með einfaldri
formúlu. „Less is a bore." Við getum án efa bceði
lœrt margt af fortíðinni og nýjum hugmyndum og
straumum, ef við gleymum ekki í hita leiksins að
kryfja þessi mál til mergjar. Hvað sem ismum
dagsins líður þá heldur vindurinn á íslandi áfram
að blása og sólin að skína og alltaf þurfum við að
velja byggingum stað í því landslagi sem skapar-
inn hefur eftirlátið okkur. ■
9