Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Page 28

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Page 28
Spiral Jetty eftir Robert Smithson frumkvöðul landlistar. meinsemdar og frelsis liggur kræklóttur vegur um öngstræti arkitekta jafnt hér og erlendis til sköpunar formgerða er hæfa postmódernískri heimsmynd á jákvæðan hátt. I ljósi fyrrgreindra atriða er spurningin sú, hvaða niðurstöður geti íslenskir arkitektar dregið frá postmódernismanum. Er mögulegt að hugsa sér einhvern grundvöll fyrir íslenskan arkitektúr er dregur það besta úr hinu alfrjálsa og samhengislausa? Er hægt að hugsa sér grundvöll fyrir formgerð er getur meðtekið ótakmarkaða fjölbreytni og breytingar en samt sem áður haft sérkenni? Mig langar að vekja athygli á líkingu sem má hugsa sér sem rauðan þráð gegnum samhengis- leysi postmódernismans en það er hugmyndin um framandleika sem huglægan strúktúr. Leit að hinu framandlega og skilgreining þátta er ýta undir framandleika geta ef til vill verið leiðarljós í íslenskum arkitektúr og gefið honum sér- kenni. Framandleikinn (the other, otherness) gæti á vissan hátt verið sá þáttur er gefi lífgun sundraðs módernisma ný gildi og hugmynd um samhengi fengist fyrir möguleika á ýmissri fjölbreytni. Bandaríski gagnrýnandinn Craig Owens hefur ýtt undir þessa skoðun með kenningu sinni um allegoríur eða táknsögur sem geta reynst okkur hjálplegar. I ritgerð sinni The Allegorical Impulse eða „Ahrifakraftur táknsögunnar” segir hann: „Táknsögn er sífellt tengd hinu sundraða, ófullkomna og ólokna og hún hefur eðlislegan skyldleika og fær ýtarlegustu túlkun sína í rústum (fornleifum) sem má segja að séu fullkomnasta dæmið um táknsögu.” Táknsaga eða allegory eins og fyrr sagði er grískt orð að uppruna og segir það sjálft sitthvað um uppruna sinn, en Owens hefur skýrt það sem allo = framandleiki + agoreuei= að tala, sem sagt að tala gegnum hið framandlega. Islendingar með sinn fornsöguarf, þjóðsögur, fornleifagröft, geo- metrísku landslagskenningar, mýtur, dulspeki, launtákn og óráðnu náttúru með endalausum allegorísku staðarnöfnum ættu að geta gert sér mat úr einhverju af umhverfi sínu. Þetta er hlutur er listamenn og rithöfundar hafa vitað um aldaraðir og óspart leitað fanga í við sköpun sína. Líkingasögur eða táknsögur eru aldrei sjálfum sér nógar í virkni sinni og með blendingi sínum og launtáknum í aðra þætti eru þær rtkar af tilvís- unum er gefa þeim kraft. 26

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.