Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Blaðsíða 76

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Blaðsíða 76
HUGMYNDASAMKEPPNI UM ÚTLIT OG SKIPULAG AFGREIÐSLUSALA BÚNAÐARBANKA ÍSLANDS f vormánuðum 1991 Aákvað Búnaðarbanki Islands að efna til samkeppni um útlit og skipulag afgreiðslusala í útibúum bankans. Viðfangsefni samkeppninnar var að leita yfirbragði afgreiðslu- salanna nýrra hugmynda sem endurspegluðu þá reisn sem hið vandaða yfirbragð aðalbyggingar bankans býður af sér. En þar var lögð áhersla á notagildi og góða hönnun. Oskað var eftir að þátttakendur legðu fram hugmyndir að hvetjandi vinnuumhverfi í afgreiðslusölum þar sem hægt væri að sinna fjölbreyttum þörfum viðskiptavinarins. Hugmyndir áttu að styrkja ímynd bankans sem trausts, faglegs og framsækins fjármálafyrirtækis. I keppnislýsingu var einnig lögð áhersla á atriði eins og sterkt heildaryfirbragð ásamt aðlögunar- hæfni hugmynda að húsnæði hinna ýmsu útibúa bankans og KÓPAVOGSÚTIBÚ - NÚTÍÐ RÚMMYND 1:50 74 síðari tíma breytinga á þeim. Alls bárust 9 tillögur, þar af var ein ekki tekin til dóms þar sem dómnefnd taldi hana brjóta í bága við útboðsskilmála. Dómnefnd var sammála um að veita eftirtöldum tillögum verðlaun: Fyrstu verðlaun hlutu: Batteríið - arkitektar: Jón Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson arkitektar FAI, samstarfsmenn: Jón Otti Sigurðsson og Sigurður Jón Jónsson rafm.tæknifr., ráðgjöf: Eiríkur Guðjónsson bankafulltrúi, Kerfis' og verkfræðistofan Strengur, Skúli Jóhannsson og Guðbjartur P.Guðbjartsson. Önnur verðlaunhlutu : Guðbjörg Magnúsdóttir innanhúsarkitekt FHÍ og Sigurður Hallgrímsson arkitekt FAI. Þriðju verðlaun hlaut: Ellen F. Tyler innanhúsarkitekt. UMSÖGN DÓMNEFNDAR UM FYRSTU VERÐLAUNATILLÖGU Höfundur byggir tillögu sína á „gróskunni” og tengir hana þeirri ímynd sem auglýsingar bankans hafa skapað undanfarin ár. Tillagan hefur yfir sér nýtískulegt yfirbragð sem stendur á traustum grunni fortíðarinnar. Hún sýnir KÓPAVOGSÚTIBÚ - FRAMTÍÐ RÚMMYND 1:50 Í1 T\ ; ' h í ■ W 1 einnig skyldleika við aðalbygg- ingu bankans í Austurstræti. Höfundur hefur skipt afgreiðslu- sölum útibúanna í tvo hluta eins og algengast er í afgreiðslusölum nú á dögum, en sýnir jafnframt fram á að hægt er að breyta fyrirkomulagi salanna og opna þá þannig að hið hefðbundna afgreiðsluborð er gjörsamlega brotið upp. I greinargerð með tillögunni má lesa áhugaverðar hugleiðingar um starfsemi banka og telur dóm- nefndin að tillagan sé vel til þess fallin að stuðla að líflegu og aðlaðandi viðskiptaumhverfi. Tillagan er fallega fram sett, en rétt er að benda á nokkur atriði sem eru óljós eða dómnefnd hefur efasemdir um. Þar má nefha borðplötur, lýsingu, loft, vatns- listaverk og fleira sem geta verið erfið í framkvæmd. Skrifstofu útibússtjóra vantar í Háaleitis- útibú og í Kópavogi er aðgangur að hvelfingu ófullnægjandi. Þessi atriði má laga við frekari útfærslu. Höfuðkostur tillögunnar er að höfundi hefur tekist að ná fram sterku heildaryfirbragði og útfærslu sem hefur mikla aðlögunarhæfni og gefur möguleika á að nýta hugmyndina í flestum afgreiðslusölum útibúa bankans. Tillagan er í góðu samræmi við markmið höfundar eins og lesa má í greinargerð hans þar sem notuð eru efni og form sem túlka „grósku”, hreyfingu og vöxt. Dómnefnd telur að höfundi hafi tekist að svara útboðslýsingu vel og gefur tillagan fyrirheit um nýtt og aðlaðandi umhverfi í banka- starfsemi á Islandi. ■ 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.