Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Síða 16

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Síða 16
að háði og spotti, og gárungarnir sögðu „Less is a bore”. Ymsir kunnu þó enn ágætlega við módernismann; sögðu hann hafa fóstrað sig, kváðust eiga honum skuld að gjalda og bættu síðan við til varnar módernismanum í arkitektúr: „Gleymdu því ekki að þegar þú kastar grjóti í módern- ismann, þá kastar þú líka steini í Picasso”. Þrátt fyrir skiptar skoðanir magnaðist gagnrýnin á módemis' mann. á sjöunda áratugnum. Jane Jakobs skilgreindi það sem farið hafði úrskeiðis í bókinni Dauðinn og lífið í amerískum stórborgum 1961, og Robert Venturi lagði grunn að nýrri fagurfræði í bókinni Hið margslungna og þversagnarkennda í arkitektúr 1966 og á áttunda áratugnum tók Charles Jencks til við að skrifa um dauða nútímaarkitektúrs. Fylkingarnar tvær sem getið var um í upphafi mynduðust. Post- módernisminn naut mikilla vinsælda um skeið, eða fram til um 1984- Við hlið hans var síð'inódemisminn en samkvæmt skilgreiningu Jencks hófst hann snemma á sjöunda áratugnum í formi endurskoðaðs módernisma. Einkenni hans er að afneita sögulegri skírskotun, nema til forfeðranna, þ.e. hins upprunalega módernisma. Afram er unnið úr grundvallaratriðum byggingarlistarinnar, þ.e. rými, geometrískum grunnformum og ljósi. Fegurðin er ekki markmið heldur fúnksjón og dýnamískt rými. Seint á áttunda áratugnum komu fram viðbrögð gegn post'módenv ismanum frá arkitektum sem farið er að kalla ný'módernista. Grein arkitektsins Peters Eisenmans, Postfunctionalismi, sem birtist 1977 hefur verið talin marka upphaf ný'módernismans. Ný- módernisminn þýðir í raun að módernisminn hefur verið hugsaður upp á nýtt, og það réttlætir að talað sé um endur- vakningu. Eisenman studdist við hugmyndir franska heimspek- ingsins Michels Foucaults. 1 umræddri grein fullyrðir hann að maðurinn sé ekki miðja heimsins og hann hafnar hugmyndinni um höfundastarf og funksjónalismann. Þess í stað kemur hann fram með aðferð í hönnun sem hann kallar „atem- poral” og „dekonstruksjónal”. Formið verði röð brota og tákna án augljósrar merkingar. Fleiri tóku til við að hugsa módernism' ann upp á nýtt. Japanski arkitektinn Shinohara birti árið 1988 textann Ringul- reið og vél þar sem hann notaði orðin „modem next”. Þessi texti var hugleiðing um Tokyo, sem hann taldi mjög óskipulega. Jafnframt líkti hann ásýnd borgarinnar við fegurð hins framsækna stjórnleysis, og hann vakti athygli á þeirri blöndu ringulreiðar og skipulags sem í henni ríkti. Síðan leitaði hann til stærðfræði og eðlisfræði, þar sem rannsóknum á kaótískum fyrirbærum hefur fleygt mjög fram, til að þróa hugmyndir sínar. Hugsunarháttur ný'módernism' ans er að mörgu leyti ólíkur hugmyndum hins upprunalega módernisma. Húmanismi, manngildisstefna er ekki lengur höfð að leiðarljósi og því þarf ekki að réttlæta byggingar með fúnksjónalisma. Utópía módem' ismans er látin lönd og leið en haldið er í form módernismans af fagurfræðilegum ástæðum. Áfram er notast við fjöldaframleidd byggingarefni og þótt stíll teljist ekki markmið í sjálfu sér hefur stíl ný'módernismans verið lýst sem háleitum og framandi. Við upphaf tíunda áratugar 20. aldar má segja að post'tnódern' isminn standi nú í þeim sporum að hafa fyrir fáum árum elst illa og skyndilega. Skarð hans var fyllt af ný'módernismanum sem skaust upp á stjörnuhimininn með nýjar hugmyndir og stíl. Fljótt á litið virðist hugmynda- fræði ný'módernismans þó tæpast svar við þeim stóru vanda'málum sem hvarvetna blasa við og fáum blandast hugur um að takast verður á við í náinni framtíð. Af þessum sökum mætti ætla að við stöndum í upphafi tíunda áratugarins á tímamótum. Ef til vill verður það hvorki post'módernisminn né ný- módernisminn sem mark mun setja á þennan síðasta áratug aldarinnar, heldur einhver nýr stíll í byggingarlist með nýjar hugmyndir og breytt viðhorf. ■ Heistu heimildir: S. Gideon, Space, Time and Architec- ture, Cambridge, Mass., 1967. C. Jencks, Modern Movements in Architecture, London 1973. C. Jencks, The Language of Post- Modern Architecture, London 1987. C. Jencks, The New Moderns, London 1990. 14
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.