Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Blaðsíða 47

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Blaðsíða 47
AÐ BYGGJA UPPÁ NÝTT GUNNAR HARÐARSON heimspekingur Meðal þess sem útlenclingar furða sig á þegar þeir koma fyrst til Islands er að á jafn fögrum stað skuli þrífast jafn ófögur bygging- arlist. Fyrir þeim er það eitt af undrum landsins, á borð við Gullfoss og Geysi, Bláa lónið og þjóðgarðinn í Skaftafelli. Eg veit dæmi af manni sem sigldi hingað með Norrænu og ók sem leið lá norður um land til Reykjavíkur. Hann var þaullesinn í sögu og bókmenntum þjóðarinnar og kom til landsins fullur eftirvæntingar og tilhlökkunar. Þegar hann var kominn til Akureyrar voru farnar að renna á hann tvær grímur, því honurn þótti svo ískyggilegum arkitektúr hafa brugðið fyrir á leiðinni. Hann herti samt upp hugann og hugsaði sem svo að þetta hlyti að skána þegar nær drægi suðvesturhorninu. En um leið og Reykjavík blasti við, hugsaði hann með sjálfum sér að líklega hefði verið eins gott að skipið tók land á Austfjörðum, annars hefði hann ekki vogað sér frá borði og því líklega snúið til baka samdægurs. VIÐHORF TIL BYGGINGAR- LISTAR Þessi saga sýnir að til er fólk sem hefur allt annað viðhorf til hlut- anna en hér gengur og gerist. Samkvæmt því er byggingarlistin vísbending um svokallað „menn- ingarstig“ viðkomandi þjóðar. Menningarstig er þó kannski ekki heppilegasta orðið, því það er kunnara en frá þurfi að segja að íslendingar eru menningarþjóð og það á allháu stigi. Ef til vill væri nær að tala um siðmenntun. íslendingar eru að vísu menning- arþjóð, en þeir eru ósiðmenntuð menningarþjóð. Arkitektúrinn gæti þá verið mælikvarði á sið- menntun þjóðarinnar. En hvað felst í því að arkitektúr sé notaður sem slíkur mælikvarði? Hann er þá í fyrsta lagi settur í samband við gildismat og smekk þeirra sem nota hann og skapa, það er að segja við lífsviðhorf fólks og afstöðu, meðvitaða eða ómeðvitaða. En hingað til hefur arkitektúr og jafnvel sjónlistir yfirleitt staðið utan við sjóndeild- arhring menningarlegs verð- mætamats hér á landi, að minnsta kosti hefur vitundin um að sjónmenntir og byggingarlist skipti yfirleitt einhverju máli í almennri menntun ekki verið of fyrirferðarmikil. I öðru lagi felst í þessu að til séu einhverjar almennar grundvallar viðmiðanir sem unnt er að meta arkitektúr út frá. En staðreyndin er aftur á móti sú að þorri manna hefur ekki á reiðum höndum neinar almennar forsendur til að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.