Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Blaðsíða 38

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Blaðsíða 38
Lambhaga og Hliðs sem tengjast þessu svæði og sæi ég ekki ástæðu til að hætta við gerð flugvallarins á nefndu svæði þó tilflutningur fólks kæmi til með að kosta nokkuð. Með tilfærslu flugvallar- ins myndi skapast stórt byggingasvæði til viðbótar við miðborg Reykjavíkur og myndi það spara borginni hundruð milljóna vegna þenslu og stækkunar borgarinnar. Augljóst er að Kvosin og nágrenni hennar í miðborginni eru alltof þröng og aðalumferðargötur of þröngar til þess að geta gegnt miðborgar- hlutverki framtíðarinnar. Fjölgun ökutækja og aukin umferð hlýtur að verða samfara fjölgun stórbygginga í miðborginni. Talið er að bifreiðum hafi fjölgað í Reykjavík úr 24.000 árið 1970 í 64.000 árið 1986. Sú þróun mun vafalaust halda áfram. Hin mikla þensla sem virðist í sjónmáli er m.a. ástæðan fyrir því að ég legg til að gerð verði ítarleg könnun á hvort til greina komi að gera flugvöll við Alftanes. Það er álit verkfræðinga sem ég hef rætt við að feiknamiklu sorpi mætti koma fyrir í uppfyllingu undir aðah flugbrautir út og inn tjörnina, en þverbrautir yrðu yfir Hliðsnes og út á grynningarnar sem ná langt út í fjörð. Nú þegar farið er að fjalla um að leggja sorpeyðingargjald á íbúa höfuðborgarsvæðisins vegna kostnaðarsamrar vinnu við sorpeyðingu finnst mér sjálfsagt að kanna hvort ekki sé hægt að spara tugi milljóna með því að koma fyrir sorpi á umræddu flugvallarsvæði sem væri þá uppfylling innan við brimbrjóta og þurrlendið yrði þannig stækkað. Þetta svæði virðist ekki minna að stærð en Reykjavíkur- flugvöllur eða jafnvel stærra. Höfuðborg landsins fengi þá mikið og gott miðborgarsvæði til viðbótar þar sem nú er Reykja- víkurflugvöllur. Jafngott miðborgarsvæði er að mínu áliti ekki annars staðar sjáanlegt, stórt, slétt og hagkvæmt fyrir allan gróður borginni til yndisauka. Eg hef ekki hrifist af hugmyndum þeirra sem vilja stækka miðborgina með því að fylla upp Reykjavíkurhöfn eða Reykjavíkurtjörn. Skerj arfjarðar- brú leysir þennan vanda. Það myndi greiðast úr gífurlegum umferðarþunga að og frá miðborginni ef brú kæmi yfir Skerjafjörð yfir á Alftanes frá núverandi flugvallarsvæði. Gæti sá vegur tengst vegi að og frá flugvelli á Álftanesi um Gálga- hraun, Engidal og upp á Kefla- víkurveg og þaðan í ýmsar áttir. Þá vil ég greina frá því að mér hefur ítrekað verið bent á að koma því á framfæri að komi brú yfir Skerjafjörð þá myndi það spara þann mikla kostnað sem færi í að grafa jarðgöng undir Kópavog. Mér virðast framsettar hugmyndir vera líklegar til að bæta alla umferð um höfuðborgarsvæðið. Nú þegar reisa á nýja flugstjórnarmiðstöð við Reykjavíkurflugvöll er ástæða til að hugleiða reglur Alþjóða- flugmálastofnunarinnar. A Reykjavíkurflugvelli er öryggi ekki í samræmi við öryggiskröfur eins og ég hef séð þeim lýst. Miklar tálmanir eru þar upp tald- ar af hæðum og háum byggingum umhverfis völlinn. Helstu hindranir eru: Sjómanna- skólinn (86 metrar), Borgar- sjúkrahúsið (85 m), Digranesháls (84 m), Reykháfur á Kletti (83 m), Háaleitishverfið (71 m), Oskjuhlíð + veitingahús (69 m), Laugaráshverfið (75 m) og HalL grímskirkja (110 m). Ef til vill er full ástæða til að taka til athug- unar hvort til greina komi að hafa atkvæðagreiðslu á Stór- Reykjavíkursvæðinu um þetta mál. ■ Höfundur er skipasmíðameistari og fyrrverandi forstjóri skipasmíða- stöðvarinnar Bátalóns hf. 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.