Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Qupperneq 98

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Qupperneq 98
LIFANDI MYNDIR í MACINTOSH TÖLVUM Hér verður fjallað um QuickTime - kerfisviðbót sem gerir raunverulegt, sem hingað til hefur aðeins verið hægt í bíómyndum, þ.e. að sýna lifandi myndir á tölvuskjá og það án nokkurs aukabúnaðar. A næstu árum mun QuickTime gjörbylta allri myndbanda og sjónvarpsvinnslu, á sama máta og skjáborðsútgáfan hefur gert í prentiðnaðinum. Nú þegar er hægt að prufugera myndbönd á Macintosh-tövlum og er kostnaðurinn við nauðsynlegan búnað vel innan við eina milljón - það eina sem til þarf er Macintosh-tölva með litaskjá og síðan forritið Adobe Premiere. Til þessa hefur nauðsynlegur búnaður kostað fleiri milljónir. Og ekki mun líða á löngu þar til mögulegt verður að stjóma myndbandsgerðinni allri í Macintosh og það fyrir brot að því sem það kostar með þeim útbúnaði sem notaður er í dag. Myndgæðin sem nást með þeim búnaði sem nú þegar er fyrir hendi (t.d. Adobe Premiere) eru meiri en nægileg til að útbúa kynningar- og kennslumyndir. Og enn fullkomnari forrit eru væntanleg. Flestir hugbúnaðarframleiðendur eru með í smíðum útgáfur af sínum hugbúnaði sem notfærir sér QuickTime, enda kom það skýrt fram á MacWorld- sýningunni sem var í San Francisco í janúar síðastliðnum, en þar var QuickTime sýnt á meira en hundrað sýningarbásum. Sem dæmi má taka að í nýjustu útgáfu af Word Perfect er hægt að fella inn í skjöl kyrrmyndir eða hreyfimyndir líkt og hverja aðra teikningu. Síðan er hægt að spila hreyfimyndina með því einu að smella á hana. Einnig verður hægt að ná í kyrr- myndir úr hreyfimyndunum og fella inn í skjöl, en þetta var áður aðeins hægt í forritum eins og Photoshop, FreeHand og Illustrator. Það er fyrirtækið Adobe, sem er komið einna lengst í þróun á stafrænni myndavinnslu (digital video) og er þar fremst í flokki forritið Premiere, sem kom á markaðinn í byrjun þessa árs. Með því forriti er mjög einfalt að búa til starfæn myndbönd með því að sameina lifandi myndir, texta, teikningar og hljóð. NOTKUN Á PREMIERE Premiere er mjög einfalt í notkun. Á skjáinn koma ræmur, sem líkjast filmum og þar sést strax rammi fyrir ramma hvað er að gerast. Og með þeim áhöldum sem forritið býður upp á er hægt að fá alls kyns „effekta11 þegar skipt er frá einni filmu yfir á aðra. Hægt er að láta myndirnar, flettast, leysast upp, skrúfast og yfir höfuð allt sem sést í hefðbundinni myndbandavinnslu. Premiere er hægt að nota með öðrum forritum, t.d. Adobe Illustrator og Adobe Photoshop. En þau forrit eru sérhönnuð fyrir vinnslu kyrrmynda og með þeim er hægt að lita myndir, breyta litum og staðfæra raunveru- leikann á ýmsan hátt. Adobe sér fram á að nota megi stafræna myndvinnslu við markaðssetningu, sölukynningar, kennslu og fréttaflutning. Það er að segja alls staðar sem hingað til hefur verið notast við myndbönd af gömlu gerðinni, en með þessari tækni geti enn fleiri nýtt sér þessa möguleika þar sem stofnkostnaðurinn er ekki nema brot af því sem áður var. NOKKUR ATRIÐI UM QUICK TIME Upphaf QuickTime má rekja rúm átta ár aftur í tímann því þá kynnti Apple QuickDraw, sem er grunnur þess að hægt er að klippa og líma grafík milli Macintosh forrita. Með Macintosh-tölvum kom möguleikinn á að nota grafík t öllum forritum og skipti engu máli hvort um væri að ræða ritvinnsluforrit, töflureikna eða önnur forrit. Þetta grafíska vinnuumhverfi olli algjörri byltingu í notkun á einkatölvum. QuickDraw gerði Macintosh- umhverfið að því vinnuumhverfi sem miðað var við og það sem notendur vildu helst, enda eru margir famir að líkja eftir því til að nota á tölvum sínum (t.d. Windows). Með Quick- Time kemur Apple aftur með staðlana sem miðað verður við og mun gefa notendum kost á að nýta sér, án fyrirhafnar, allar gerðir miðla (myndbönd, geisladiska, tónlist o.fl.). Með QuickTime verður jafnauðvelt að vinna með hina ólíku miðla eins og er að vinna með grafík f dag. Upptaka á stafrænt myndband Macintosh- tölvunnar verður jafneinfalt eins og er að taka upp á hefðbundið myndband í dag. QuickTime verður hægt að nota á allar Macintosh-tölvur án nokkurs aukabúnaðar, eina skilyrðið er að þær séu litaskjá og 68020-68040 örgjörva. QuickTime er því hvorki forrit né aukaspjald heldur viðbót sem sett er í Kerfismöppuna. QuickTime samanstendur af fjórum meginhlutum: 1. Kerfisviðbót sem sett er í Kerfis- möppuna. 2 .Nýju skráasniði fyrir myndir og nefnist það „Movie“. 3. Samþjöppun gagna. QuickTime er afhent með fjórum innbyggðum þjöppunarforritum, sem notuð eru til að þjappa saman hreyfimyndum, Ijósmyndum (JPEG), kvikmyndum (video) og teikningum. Hægt verður að þjappa gögnin í allt að 20:1 án þess að gæði myndanna rýrni svo nokkru nemi. 4- Nokkrum nýjungum fyrir notanda- ásjónina sem gerir afspilun mynda jafneinfalda eins og allt annað í Macintosh-umhverfinu. ■ 96
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.