Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Blaðsíða 42

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Blaðsíða 42
HVAÐ ER POSTMÓDERNISMI? GUNNAR J. ÁRNASON listheimspekingur að er mörgum spurn- ingum þyrlað upp með því að varpa fram þessari einu. Er þetta yfirborðs- kennd tískubóla eða grund- vallarviðhorfsbreyting, jafnvel nýtt tímaskeið í vestrænni menningu, ef ekki heimsmenn- ingu? Er postmódernismi ákveðinn stíll, eða tímabil sem nær yfir ólíka hluti ? Er postmódernismi gagnrýnin og jafnvel róttæk afstaða gegn móderisma, and-módernismi, eða bara gamli módernisminn í heimilislegri mynd, módernism- inn settur í söluhæfar umbúðir? Og hvaða máli skiptir þetta okkur Islendinga? Það er ekki til neitt einfalt svar við þessum spurningum. Postmódernismi er sögulegt hugtak og söguleg hugtök eru óskilgreinanleg. Söguleg fyrirbæri eiga sér upphaf og endi, og þróunarskeið, en skilgreining er eðli sínu samkvæmt ekki háð tímasamhengi. Hér er um margbrotið fyrirbæri að ræða, sem nær yfir ólík svið menningar, lista, heimspeki, mannlegra fræða, jafnvel stjórnmál og efnahagsmál. Þetta gerir allar einfaldanir í formi alhæfinga erfiðar. Við verðum frekar að leita að sérkennum eða einkennum sem gefa til kynna hvað að baki býr. Til að nota sjúkdómafræðilega samlíkingu þá má líta á postmódernisma eins og einkennamynstur, eða syndróm, þar sem ýmsar orsakir birtast í einkennum sem mynda heild og eiga sér sögu, sjúkdómssögu. Ein af ástæðunum fyrir því að það hefur fengið jafnskjóta útbreiðslu og raun er má rekja til þess að forveri þess, módernisminn, hafði tryggt sig í sessi og áunnið sér viðurkenningu. Nafnið sjálft bendir til þess að hér sé um fyrirbæri að ræða sem sé að minnsta kosti jafn-yfirgripsmikið og módernisminn, að þetta sé eitthvað sem komi á eftir módern isma og gefur þar af leiðandi í skyn að módernisminn sé liðinn undir lok og það sem á eftir kemur tekið við. Það verður samt að varast að stilla hlutunum þannig upp að við veljum á milli tveggja kosta, annað'hvort-eða. Þetta er fyrirbæri sem kemur bæði í eðlilegu framhaldi af módern- ismanum en boðar líka að sumu leyti fráhvarf. Það sem við erum að leita að eru ný viðhorf og breytt gildismat, sem kemur fram í breyttum áherslum, ólíkum markmiðum og nýrri forgangsröð, hvort sem um meðvitað andsvar er að ræða eða ekki. HIN DULDU ÖFL I öllum listum er efnislegur þáttur, sem verður ekki lengur ósnortinn af vísindum og starfi nútímans. Síðustu tuttugu árin eru hvorki efnið, rúmið né tíminn hið sama og þau hafa verið frá ómunatíð. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því að svo gagngerar nýjungar breyta allri tækni listanna og hafa þar með áhrif á sköpunina sjálfa og koma því e.t.v. að lokum til með að breyta sjálfu listhugtakinu á undursamlegan hátt. Með því að vitna þannig í franska skáldið Paul Valéry frá upphafi aldarinnar byrjar Walter Benjamin fræga grein sír.a um „Listaverkið á tíma fjölda- framleiðslu sinnar”. Þar ræðir hann um þau áhrif sem nýjar aðstæður í vestrænni menningu, nýir framleiðsluhættir og ný tækni, hafa haft á stöðu listar í menningu þjóða. Það var ein- kennandi fyrir hugsunarhátt módernismans á fyrstu áratugum aldarinnar að nýjungar í listum 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.