Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Síða 69

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Síða 69
Waterloo Road hverfið í Middlesborough. La Villette eftir Bernard Tshumi. en eina milljón mismunandi undirhópa. Þessi geysimunur á fjölbreytni sýnir þá margbreyti- legu byggingu er hálfnet getur haft samanborið við einfaldleikann í byggingu trés. Það er þessi skortur á margbreytileika byggingar, þetta einkenni trjáa, sem er að eyðileggja hugmyndir okkar um hvað nútímaborg eigi að vera.” Um þetta leyti kemur Post- módernisminn (ný- rationalismi, ný- traditionalismi) til skjalanna með fullum krafti. Skipulag fer að verða aftur hálfnet en mest endur- tekning á því sem gamalt er, skref til fortíðar en ekkert nýtt. Ricardo Bofill og Taller de Arqui- tectura koma fram með endur- notkun á klassískum formum, rýmum og torgum auk tilvitnana í hinn franska garð. Skipulagið „Les arcades du lac” er dæmigert fyrir hugmyndafræði þeirra. Krier- bræður, og þá einkum Leon, aðhyllast í sínum skipulagshug- myndum álíka hugmyndafræði, þ.e. endurvakningu hinnar evrópsku borgar. Því er vel lýst í tillögu Leons Kriers að skóla í sama hverfi og Bofill skipulagði. Þar segir hann að skóli megi ekki vera byggður sem ein bygging með einum inngangi, heldur eins og borg með litlum og stórum húsum, mismunandi eftir mikilvægi þeirra. í anda þessarar hugmyndafræði er ráðhús í Mississauga, rétt utan við Toronto, sem Michael Kirkland og Edward Jones unnu í samkeppni, en arkitektúrinn dregur sterkan keim af verkum James Stirlings, sem reyndar sat í dómnefnd samkeppninnar. I Danmörku verða viðbrögðin við fúnksjónalismanum af meiri tih finningasemi við dönsku sveita- rómantíkina og hverfi með þéttri og lágri byggð líta dagsins ljós, unnin í anda sveitaþorpanna. Þar ber hæst að nefna hverfið Tin- gaarden eftir teiknistofuna Vandkunsten. Hugmyndafræði Rudolf Steiner- skólanna, sem eru í anda mikillar náttúrudýrkunar, nær einnig töluverðri athygli, samanber skólann í Jarna í Svíþjóð eftir Erik Asmussen. Skýjakljúfaborgirnar fara ekki varhluta af þróuninni eins og sést á teikningu sem Rem Koolhaas og Zoe Zenghelis gerðu af því sem arkitektar í New York væru að reyna að gera - innbyrða alla hugmyndafræði og stíla heims. I samkeppni um skipulag Les- Halles- hverfisins í París 1980 koma fram mjög ólík skipulags- viðhorf víðsvegar að úr heim- inum, eins og miðaldarborgin niðurgrafna eftir Jean Pattou, sjávarplássið eftir Charles Moore, og Rossi með sinn ný-rationah isma. I fyrrnefndri grein eftir Christo- pher Alexander tekur hann sem dæmi um skipulag sem er hálfnet endurskipulag Ruth Glass á Middlesborough. Dæmið er hverfi við Waterloo Road (sjá meðfylgjandi teikningu). Oslitna línan sýnir takmörk hins svokallaða hverfis sjálfs. Grái depillinn er unglingaklúbburinn og litlu lokuðu hringimir eru bústaðir meðlima hans. DepilL inn með hringnum umhverfis er klúbbur fullorðna fólksins, og meðlimir hans búa innan 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.