Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Side 89
mynda. í Listamiðstöðinni í
Laugardal sem nú er að rísa reyni
ég allt í senn, að tengja bygging-
arnar íslenskum fúnkis, borginni,
skipulagi og sögu hverfisins.
Grunnhugmynd bygginganna er
tvíþætt, langur stokkur sem leggst
upp að borginni og borgar-
rýminu. I stokkinn myndast „rof’,
Listamanaskálinn rýfur stokkinn,
dansar frá götunni út í LaugardaL
inn og lyftir fagnandi pilsfaldin-
um í átt að Asmundarsafni. Þessi
kvenlega eigind tengibyggingarin-
nar tælir Ásmund gamla til sín og
rýfur hann úr einangrun sinni.
Þau áhrif sem ég sækist eftir eru
að stokkurinn sé „óskreyttur” og
karlmannlegur, rofið verður þar
sem hin blíða kveneigind „sættir”
borgina og dalinn - tengir
nútímann og gamla tímann, að
heildaráhrifin séu í senn
vitsmunaleg og ljóðræn.
Staðan í dag er e.t.v. sú sama og
hún hefur alltaf verið - einhvers
konar tímamót. Nýlokin hönnun
stórhýsis og við taka mörg áhuga-
verð verkefni stór og smá. Við
sem erum svo heppin að hafa
fundið okkur farveg í þessu fagi
hljótum alltaf að spyrja stórt.Við
vinnum við fag þar sem stutt er á
milli fáránleika og rökrænnar
hugsunar og oft eru skilin hárfín,
hljótum að velta þessum spurn-
ingum endalaust fyrir okkur.
Jafnvel skipta um skoðun
endrum og sinnum.
Þessa dagana velti ég fyrir mér
ljóði þeirra Wolfs D. Prix og
Helmuts Swiczinskys, tvíeykisins
sem myndar Coop Himmelblau.
Leyfi ég mér að birta það hér
bæði óstytt og óþýtt. Góðar
stundir.
regionalisma þeim sem nú virðist
vera mjög vaxandi. Á ferð minni
á slóðir hans sannfærðist ég enn
betur um að á þessum stöðum er
kannski ávinningurinn af breyttri
hugmyndafræði hvað augljós-
astur.
Þessi héruð eiga sér ríka hefð sem
nú finnur nýjan farveg í plurab
isma samtímans.
Við eigum að reyna að læra af
þessum arkitektum sem hefur
tekist að færa löndum sínum
byggingarlist sem slær í takt við
umhverfið. Hér er ég ekki að
mæla með undirlægjuhætti og
þjóðrembu, heldur að nota ríkara
myndmál. Skapa verðugt
umhverfi í nútímanum án þess að
grípa til klisjukenndra fyrir-
Les Espaces d’Abraxas. Ricardo Bofill.
að bakvegg verslunarsalar.
Anddyri Islensku auglýsinga-
stofunnar h/f er staðsett við
endann á risavöxnum þakglugga.
Þar er móttaka og aðaldeilirými
auglýsingastofunnar. Anddyrið er
bundið af formfestu við miðjuás
og þakglugga, er sjálft formfast -
hluti af áttstrendingi. Rýmið með
gólf sem strikast inn á miðjuás
hússins öðlast spennu með áferð
sinni. Mjúkar og uppleystar línur
stiga og afgreiðslu mynda
andhverfu við áttstrendinginn,
viður mætir stáli, gler mætir
graníti og blár litur rauðum.
Verk Marios Botta í Sviss hafa
vakið mikla alþjóðlega athygli og
beina því enn augunum að post-
módernisma sem kveikjunni að
87