Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Síða 20
~ a
Colosseum byggt á árunum 72 - 80.
Þetta er agað og formfast verk lagað að
sínu hlutverki. Byggt á þeirrar tíðar
þekkingu á burðarþolsfræði og með
ríkri tilfinningu fyrir grunnþáttum
byggingarlistarinnar, Ijósi og
skuggum.
og Eiffelturninn í París. Menn
héldu heimssýningar til þess að
sýna hvers þeir voru megnugir og
undu glaðir við sitt, margir en þó
ekki allir. I Englandi risu upp
menn eins og Ebeneser Howard
1850 - 1928 og William
Morris 1834 - 1896 og fóru að tala
um að líf verksmiðjuþrælsins væri
ekki mannsæmandi og að í raun
væri allt að fara til fjandans og
það yrði að koma manns-
andanum aftur til vegs og
virðingar. Morris, sem var af
efnafólki, stofnsetti fyrirtæki
hönnuða og listamanna og
hannaði glervöru, teppi og
húsgögn. Einnig stofnsetti hann
útgáfufyrirtækið Kelmscott Press
sem hafði mikil áhrif á prentun og
útgáfu.
I framhaldi af hans vinnu kom
Arts & Crafts hreyfingin í
Englandi sem barðist fyrir endur-
vakningu handverksins og
virðingu fyrir efnunum, sem
unnið var með, og kom á félagi til
sýninga á Arts & Crafts, 1882.
Englendingum varð þó nokkuð
ágengt og þar kom að prússneska
stjórnin sendi einn mann, arki-
tekt Muthesius, til dvalar og
„smekknjósna” í Englandi. Hann
bjó þar í sex ár. Eftir heimkomu
Muthesiusar var að tillögum hans
farið að breyta listiðnaðarskólum
Þjóðverja. Komu þar til margir
Musteri Antoninusar og Fástínu byggt
141. Því var síðar breytt í kirkju og
barokkhliðin sem gnæfir yfir á
myndinni var byggð 1601. Hér er
kominn framandi hlutur inn á Forum
Romanum án tengsla við fortíðina, en
þeirrar tíðar „stíll” þegar hún var
reist.