Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Page 47
AÐ
BYGGJA
UPPÁ
NÝTT
GUNNAR HARÐARSON
heimspekingur
Meðal þess sem
útlenclingar furða
sig á þegar þeir
koma fyrst til
Islands er að á jafn fögrum stað
skuli þrífast jafn ófögur bygging-
arlist. Fyrir þeim er það eitt af
undrum landsins, á borð við
Gullfoss og Geysi, Bláa lónið og
þjóðgarðinn í Skaftafelli. Eg veit
dæmi af manni sem sigldi hingað
með Norrænu og ók sem leið lá
norður um land til Reykjavíkur.
Hann var þaullesinn í sögu og
bókmenntum þjóðarinnar og kom
til landsins fullur eftirvæntingar
og tilhlökkunar. Þegar hann var
kominn til Akureyrar voru farnar
að renna á hann tvær grímur, því
honurn þótti svo ískyggilegum
arkitektúr hafa brugðið fyrir á
leiðinni. Hann herti samt upp
hugann og hugsaði sem svo að
þetta hlyti að skána þegar nær
drægi suðvesturhorninu. En um
leið og Reykjavík blasti við,
hugsaði hann með sjálfum sér að
líklega hefði verið eins gott að
skipið tók land á Austfjörðum,
annars hefði hann ekki vogað sér
frá borði og því líklega snúið til
baka samdægurs.
VIÐHORF TIL BYGGINGAR-
LISTAR
Þessi saga sýnir að til er fólk sem
hefur allt annað viðhorf til hlut-
anna en hér gengur og gerist.
Samkvæmt því er byggingarlistin
vísbending um svokallað „menn-
ingarstig“ viðkomandi þjóðar.
Menningarstig er þó kannski ekki
heppilegasta orðið, því það er
kunnara en frá þurfi að segja að
íslendingar eru menningarþjóð og
það á allháu stigi. Ef til vill væri
nær að tala um siðmenntun.
íslendingar eru að vísu menning-
arþjóð, en þeir eru ósiðmenntuð
menningarþjóð. Arkitektúrinn
gæti þá verið mælikvarði á sið-
menntun þjóðarinnar.
En hvað felst í því að arkitektúr sé
notaður sem slíkur mælikvarði?
Hann er þá í fyrsta lagi settur í
samband við gildismat og smekk
þeirra sem nota hann og skapa,
það er að segja við lífsviðhorf fólks
og afstöðu, meðvitaða eða
ómeðvitaða. En hingað til hefur
arkitektúr og jafnvel sjónlistir
yfirleitt staðið utan við sjóndeild-
arhring menningarlegs verð-
mætamats hér á landi, að minnsta
kosti hefur vitundin um að
sjónmenntir og byggingarlist
skipti yfirleitt einhverju máli í
almennri menntun ekki verið of
fyrirferðarmikil.
I öðru lagi felst í þessu að til séu
einhverjar almennar grundvallar
viðmiðanir sem unnt er að meta
arkitektúr út frá. En staðreyndin
er aftur á móti sú að þorri manna
hefur ekki á reiðum höndum
neinar almennar forsendur til að