Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Page 76
HUGMYNDASAMKEPPNI
UM ÚTLIT OG SKIPULAG
AFGREIÐSLUSALA
BÚNAÐARBANKA ÍSLANDS
f vormánuðum 1991
Aákvað Búnaðarbanki
Islands að efna til
samkeppni um útlit og
skipulag afgreiðslusala
í útibúum bankans.
Viðfangsefni samkeppninnar var
að leita yfirbragði afgreiðslu-
salanna nýrra hugmynda sem
endurspegluðu þá reisn sem hið
vandaða yfirbragð aðalbyggingar
bankans býður af sér. En þar var
lögð áhersla á notagildi og góða
hönnun.
Oskað var eftir að þátttakendur
legðu fram hugmyndir að
hvetjandi vinnuumhverfi í
afgreiðslusölum þar sem hægt
væri að sinna fjölbreyttum
þörfum viðskiptavinarins.
Hugmyndir áttu að styrkja ímynd
bankans sem trausts, faglegs og
framsækins fjármálafyrirtækis.
I keppnislýsingu var einnig lögð
áhersla á atriði eins og sterkt
heildaryfirbragð ásamt aðlögunar-
hæfni hugmynda að húsnæði
hinna ýmsu útibúa bankans og
KÓPAVOGSÚTIBÚ - NÚTÍÐ RÚMMYND 1:50
74
síðari tíma breytinga á þeim.
Alls bárust 9 tillögur, þar af var
ein ekki tekin til dóms þar sem
dómnefnd taldi hana brjóta í bága
við útboðsskilmála.
Dómnefnd var sammála um að
veita eftirtöldum tillögum
verðlaun:
Fyrstu verðlaun hlutu: Batteríið -
arkitektar: Jón Ólafur Ólafsson og
Sigurður Einarsson arkitektar
FAI, samstarfsmenn: Jón Otti
Sigurðsson og Sigurður Jón
Jónsson rafm.tæknifr., ráðgjöf:
Eiríkur Guðjónsson bankafulltrúi,
Kerfis' og verkfræðistofan
Strengur, Skúli Jóhannsson og
Guðbjartur P.Guðbjartsson.
Önnur verðlaunhlutu : Guðbjörg
Magnúsdóttir innanhúsarkitekt
FHÍ og Sigurður Hallgrímsson
arkitekt FAI.
Þriðju verðlaun hlaut: Ellen F.
Tyler innanhúsarkitekt.
UMSÖGN DÓMNEFNDAR UM
FYRSTU VERÐLAUNATILLÖGU
Höfundur byggir tillögu sína á
„gróskunni” og tengir hana þeirri
ímynd sem auglýsingar bankans
hafa skapað undanfarin ár.
Tillagan hefur yfir sér nýtískulegt
yfirbragð sem stendur á traustum
grunni fortíðarinnar. Hún sýnir
KÓPAVOGSÚTIBÚ - FRAMTÍÐ RÚMMYND 1:50
Í1 T\
; ' h í ■
W 1
einnig skyldleika við aðalbygg-
ingu bankans í Austurstræti.
Höfundur hefur skipt afgreiðslu-
sölum útibúanna í tvo hluta eins
og algengast er í afgreiðslusölum
nú á dögum, en sýnir jafnframt
fram á að hægt er að breyta
fyrirkomulagi salanna og opna þá
þannig að hið hefðbundna
afgreiðsluborð er gjörsamlega
brotið upp.
I greinargerð með tillögunni má
lesa áhugaverðar hugleiðingar um
starfsemi banka og telur dóm-
nefndin að tillagan sé vel til þess
fallin að stuðla að líflegu og
aðlaðandi viðskiptaumhverfi.
Tillagan er fallega fram sett, en
rétt er að benda á nokkur atriði
sem eru óljós eða dómnefnd hefur
efasemdir um. Þar má nefha
borðplötur, lýsingu, loft, vatns-
listaverk og fleira sem geta verið
erfið í framkvæmd. Skrifstofu
útibússtjóra vantar í Háaleitis-
útibú og í Kópavogi er aðgangur
að hvelfingu ófullnægjandi. Þessi
atriði má laga við frekari útfærslu.
Höfuðkostur tillögunnar er að
höfundi hefur tekist að ná fram
sterku heildaryfirbragði og
útfærslu sem hefur mikla
aðlögunarhæfni og gefur
möguleika á að nýta hugmyndina
í flestum afgreiðslusölum útibúa
bankans.
Tillagan er í góðu samræmi við
markmið höfundar eins og lesa
má í greinargerð hans þar sem
notuð eru efni og form sem túlka
„grósku”, hreyfingu og vöxt.
Dómnefnd telur að höfundi hafi
tekist að svara útboðslýsingu vel
og gefur tillagan fyrirheit um nýtt
og aðlaðandi umhverfi í banka-
starfsemi á Islandi. ■
75