Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Síða 28

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Síða 28
Spiral Jetty eftir Robert Smithson frumkvöðul landlistar. meinsemdar og frelsis liggur kræklóttur vegur um öngstræti arkitekta jafnt hér og erlendis til sköpunar formgerða er hæfa postmódernískri heimsmynd á jákvæðan hátt. I ljósi fyrrgreindra atriða er spurningin sú, hvaða niðurstöður geti íslenskir arkitektar dregið frá postmódernismanum. Er mögulegt að hugsa sér einhvern grundvöll fyrir íslenskan arkitektúr er dregur það besta úr hinu alfrjálsa og samhengislausa? Er hægt að hugsa sér grundvöll fyrir formgerð er getur meðtekið ótakmarkaða fjölbreytni og breytingar en samt sem áður haft sérkenni? Mig langar að vekja athygli á líkingu sem má hugsa sér sem rauðan þráð gegnum samhengis- leysi postmódernismans en það er hugmyndin um framandleika sem huglægan strúktúr. Leit að hinu framandlega og skilgreining þátta er ýta undir framandleika geta ef til vill verið leiðarljós í íslenskum arkitektúr og gefið honum sér- kenni. Framandleikinn (the other, otherness) gæti á vissan hátt verið sá þáttur er gefi lífgun sundraðs módernisma ný gildi og hugmynd um samhengi fengist fyrir möguleika á ýmissri fjölbreytni. Bandaríski gagnrýnandinn Craig Owens hefur ýtt undir þessa skoðun með kenningu sinni um allegoríur eða táknsögur sem geta reynst okkur hjálplegar. I ritgerð sinni The Allegorical Impulse eða „Ahrifakraftur táknsögunnar” segir hann: „Táknsögn er sífellt tengd hinu sundraða, ófullkomna og ólokna og hún hefur eðlislegan skyldleika og fær ýtarlegustu túlkun sína í rústum (fornleifum) sem má segja að séu fullkomnasta dæmið um táknsögu.” Táknsaga eða allegory eins og fyrr sagði er grískt orð að uppruna og segir það sjálft sitthvað um uppruna sinn, en Owens hefur skýrt það sem allo = framandleiki + agoreuei= að tala, sem sagt að tala gegnum hið framandlega. Islendingar með sinn fornsöguarf, þjóðsögur, fornleifagröft, geo- metrísku landslagskenningar, mýtur, dulspeki, launtákn og óráðnu náttúru með endalausum allegorísku staðarnöfnum ættu að geta gert sér mat úr einhverju af umhverfi sínu. Þetta er hlutur er listamenn og rithöfundar hafa vitað um aldaraðir og óspart leitað fanga í við sköpun sína. Líkingasögur eða táknsögur eru aldrei sjálfum sér nógar í virkni sinni og með blendingi sínum og launtáknum í aðra þætti eru þær rtkar af tilvís- unum er gefa þeim kraft. 26
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.