AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Page 11

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Page 11
G E S T U R Ó L A F S S O N AÐ FYLGJAST MEÐ TÍMANUM egar ókveðiö var gefa út tímarit um byggingarlist og skipulag ó íslandi fyrir meira en áratug var ástœðanfyrst og fremst sú að slíkt rit þarf að vera til á íslandi. Með góðra manna hjálp hefur tekist að halda þessu riti úti og nú hafa þau ánœgjulegu tíðindi gerst, að tekist hefur samvinna við Verkfrœðingafélag íslands og Tceknifrœðingafélag íslands um útgáfu sameiginlegs rits sem ber heitið Arkitektúr, verktœkni og skipulag. Án efa tekur nokkurn tíma að finna ritinu nýjan tón, en verkfrœðingarogtceknifrœðingareru hérmeð boðnir velkomnir til þessa samstarfs og jafnframt hvattir til að senda tímaritinu efni og ábendingar. íslenskir hönnuðir og tceknimenn hafa allt að vinna með meira samstarfi sín á milli. Heimurinn og starfs- umhverfi þessara stétta breytist mjög ört um þessar mundir og aðstaða þeirra sem ekki fylgjast með verður sífellt erfiðari. Undanfarna áratugi hafa þessar stéttir ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af atvinnumálum eða samkeppni. Flest bendir samt til þess að nú séu þeir tlmar liðnir og komi ekki aftur í bráð og að við þessu þurfi að bregðast með nýjum hcetti. Umfram allt œttu þessar breytingar að vera okkur hvatning til nýrra dáða. Þótt einhverjir vilji án efa loka augunum fyrir því sem er að gerast allt 1 kringum okkur, þá cettu teiknin á veggnum samt að vera orðin ncegilega mörg fyrir þá sem vilja sjá. íslendingar ráða nú yfir nœgilegri tcekni og þekkingu til þess að gera marga hluti mjög vel. Ef hins vegar er litið til baka nokkra áratugi, t.d. hvað varðar íslenska mannvirkjagerð, þá dylst það ekki að margt hefði verið mun betur gert ef þessi þekking og reynsla hefði verið nýtt til fullnustu. Sem hönnuðir, tceknimenn og sem þjóð höfum við ekki efni á öðru en að hér verði á veruleg breyting. Á ncestu árum og áratugum verða íslenskir hönnuðir og tœknimenn í vaxandi mœli að keppa við bestu hönnuði og tceknimenn annarra þjóða bceði hér innan lands og erlendis. Hvað einstakar fjölskyldur varðar snýst málið t.d. um að geta byggt hús sem þola íslenskt verðufar og fólk hefur efni á. í víðara samhengi snýst málið um íslenskan þjóðarauð, verð á íslenskum vörum og þjónustu og framtíð okkar sem fullvalda ríkis. Því fyrr sem við gerum okkur fulla grein fyrir þessu, horfumst í augu við vandann og tökum á málinu föstum tökum, því betra. í samfélagi þjóðanna vegum við Islendingar að fjölda til ekki nema á við smábce erlendis. Þó cettu íslenskir hönnuðir og tceknimenn að geta spjarað sig vel á nokkrum sviðum í alþjóðlegri samkeppni, sérstaklega ef þeir fara að vinna saman í ríkari mceli á grundvelli þeirrar tcekniþekkingar og reynslu sem við ráðum nú yfir. Þau svið sem við cettum hugsanlega að geta haslað okkur völl á fyrir utan vinnslu jarðhita eru t.d. hönnun, skipulag og mannvirkjagerð bceði fyrir vetrarumhverfi og í fiskvinnslu. Efvið dreifum kröftunum um of og drögum ekki saman þá þekkingu og reynslu sem við höfum er ekki að búast við miklum árangri. Með samstilltu átaki cettum við hins vegar að geta náð umtalsveröum árangri. Útgáfa sameiginlegs tímarits fcerir okkur vonandi ncer því marki. ■
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.