AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Page 22
1940-49.
HÚS BYGGINGARFÉLAGS VERKAMANNA Á
RAUÐARARHOLTI.
I - VII. flokkur, 262 ibúðir 1939-1954.
Arkitekt: Húsameistari ríkisins (Guðjón Samúelsson
og Bárður Isleifsson).
Árið 1939 var lögum um verkamannabústaði breytt að
frumkvæði stjórnvalda. Einungis varð heimilt að veita
einu byggingarfélagi í hverju byggðarlagi lán úr
Byggingarsjóði verkamanna og skyldi stjórnarformaður
þess skipaður af ráðherra. Byggingarfélag alþýðu taldi
sér ekki fært að ganga að þessum kostum. Upp kom
ágreiningur, er leiddi til stofnunar Byggingarfélags
verkamanna, í júlí 1939. Sama ár var hinu nýja félagi
úthlutað svæði í Rauðarárholti, norðan Háteigsvegar og
austan Einholts. Framkvæmdir við fyrsta áfanga hófust
í september 1939, og var flutt inn í fyrstu fjörutíu
íbúðimar tæpu ári síðar.
Byggðin við Háteigsveg, Meðalholt, Stangarholt og
Stórholt einkennist af stakstæðum tveggja hæða húsum
með fjórum íbúðum. Inngangar eru á göflum húsanna með
sameiginlegu anddyri/stigahúsi fyrir hverjar tvær
íbúðir. Hverju húsi fylgir garður í sólarátt. Þessi
skipan er að flestu leyti hliðstæð því byggðamynstri sem
einkenndi nýjustu hverfi þess tíma, elsta hluta Melanna og
Norðurmýri. Áherslan á stakstæð hús í skipulagi segir
nokkuð um batnandi efnahag þjóðarinnar frá því sem verið
hafði á kreppuárunum.
Innra skipulag húsa er í grundvallaratriðum svipað í öllu
hverfinu. 11. flokki var jafnt hlutfall tveggja og þriggja
herbergja íbúða, tvær af hvorri stærð í húsi. í II. til VI.
flokki voru þriggja herbergja íbúðir með eldhúsi að gafli
algengastar. Einungis var byggt eitt hús með tveggja
herbergja íbúðum. í V. og VI. flokki var aukaíbúðar-
herbergjum komið fyrir í kjallara og risi. I síðasta áfanga
Rauðarárhverfisins voru húsin hækkuð um eina hæð með
bröttu risi, stigahús sameinuð og íbúðum fjölgað í sex.
20