AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Page 24
1960-69.
FYRRI ÁFANGI BYGGINGARÁÆTLUNAR.
NEÐRA-BREIÐHOLT.
312 íbúðir í 6 fjölbýlishúsum 196Ó-70.
Arkitektar: Teiknistofa Framkvæmdanefndar
byggingaráætlunar.
Árið 1965 gaf þáverandi ríkisstjórn út svonefnda
„júlíyfirlýsingu“ í húsnæðismálum, þess efnis að hún
myndi beita sér fyrir byggingu 1250 íbúða fyrir láglaunafólk
á árunum 1966-70. Með byggingum þessum skyldi
sannreynt hve mikið væri unnt að lækka byggingar-
kostnað með stöðlun, fjöldaframleiðslu og beitingu nýrra
stjómunar- ogframkvæmdaaðferða. Yfirlýsingin vargefin
út að undangengnum viðræðum við A.S.I. og var í raun
þáttur í lausn vinnudeilu. Skipuð var fimm manna
framkvæmdastjóm byggingaráætlunar, með fulltrúum
ríkis, borgar og verkalýðsfélaga, og hóf hún störf 1965.
í fyrsta áfanga fékk Framkvæmdanefnd úthlutað lóðum
undir sex fjölbýlishús í Neðra-Breiðholti. I skipulagi
hverfisins var kveðið á um að húsin skyldu byggð í „U“
umhverfis húsagarð og skyldu inngangar í stigahús snúa
að garðinum. Form húsanna þótti að ýmsu leyti óhentugt
með tilliti til fjöldaframleiðslu og stöðlunar, en á móti kom
að húsin urðu eðlilegur hluti af stærri hverfisheild, þar sem
áhersla var lögð á skjólmyndun, góða leikaðstöðu bama
og aðskilnað akandi og gangandi umferðar.
Við byggingu húsanna var beitt ýmsum tæknilausnum,
sem lítt höfðu þekkst hér áður. Berandi þverveggir, milliloft
og stigahús em steypt á staðnum í sérstökum stálmótum.
Útveggir, aðrir en gaflar, eru gerðir úr fjöldaframleiddum
einingum, sem festar eru utan á steinsteypt burðarvirkið
með flatjámum og múrboltum. Ymis nýmæli voru í innra
skipulagi íbúða, svo sem opin eldhús í nánum tengslum
við stofu. Auk hefðbundinnar sameignar vom í hverju
húsi tvö aukaherbergi sem íbúargátu tekið áleigu til lengri
eða skemmri tíma.
J
22