AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Page 28
NIÐURSTAÐA DOMNEFNDAR
Líkan, síöara þrep.
1. SÆTI - 16
Höfundar: þorsteinn Helgason, arkitekt, og Höröur
Harðarson, arkitekt.
MARKMIÐ
Skapa fjölbreytta og hlýlega byggð, þar sem tekið er tillit
til landslags, veðurfars og staðhátta.- Byggðin sé tiltölulega
þétt og lág (skjólmyndanir) og myndi umgjörð sem leiðir
til jákvæðra félagslegra samskipta og betra mannlífs. -
Kostir sérbýlis og sambýlis séu nýttir á sem bestan hátt (sér
inngangur o.fl.).
Hagkvæmni í framleiðslu íbúða.
- Aukinn byggingarhraði (forunnir byggingarhlutar). -
Göngutengsl innan svæðisins og við nærliggjandi byggðir
séu greiðfær, einnig að umferð akandi og gangandi veg-
farenda verði aðskilin.
- Náttúrulegrar birtu njóti við sem lengst í íbúðunum
(grunnarhúsagerðir, minni raflýsing). Utsýni sé í 2-3 áttir
í hverri íbúð (gegnumgangandi birta). Hægt sé að breyta
innra fyrirkomulagi eftir þörfum hverrar íbúðar (án berandi
milliveggja). Auðvelt sé að stækka íbúð með viðbyggingum
(sólstofa/borðkrókur).
- Fjölbreytni sé í íbúðastærðum og gerðum.
- Góðir möguleikar á „náttúrulegri“ útloftun úr öllum
herbergjum íbúðar.
- Að tengsl á milli íbúða og garðs séu sem greiðust (gegn-
umgangur), leiksvæði smábama, bflastæði og útigeymslur
séu bæði nálægt og í góðum sjónrænum tengslum við
íbúðir (öryggistilfinning).
- Hagkvæmni sé gætt hvað varðar staðsetningu „votra
kjama“, þ.e. bað og eldhús séu samliggjandi (stuttarvatns-
lagnir).
- Innan svæðisins sé staður sem virkar sem samnefnari alls
svæðisins (torg) og þar sé m.a. félagsleg aðstaða til staðar.
Samfelldurklapparrimi (friðað útivistarbelti) deilir svæðinu
upp í tvö hverfi. Grænt „útivistarbelti“ liggur í gegnum
svæðið frá austri til vesturs sem „lífæð“ svæðisins. Á
flatlendi í eystra hverfinu tengt „lífæðinni “ liggur hjarta
byggðarinnar, þ.e. aðaltorg svæðisins. Meðfram þessum
tveimur beltum (opinber svæði), sem „krossa“ svæðið er
byggðinni komið fyrir. Við skipulag svæðisins er haft að
leiðarljósi að umferð akandi og gangandi vegfarenda sé
aðskilin og greið tengsl séu við útivistarsvæðin. Þess
vegna em húsagötur lagðar í útjaðar hverfanna. Þar sem
staðhættir eru oftast þeir að birta og útsýni (Rvk., Esja)
snúa í gagnstæðar áttir er valin grunn húsagerð, „kropps-
lengjufyrirkomulag“ (8 m br. án berandi milliveggja), sem
er sérlega góð til myndunar skjólgóðra útirýma auk þess
að innihalda marga aðra góða kosti (heilnæm útiloftun,
auðveldar breytingar og viðbyggingarmöguleika o.fl.).
Leitast er við að deila svæðinu upp í hæfilega stórar húsa-
þyrpingar (fél. eining) með tilliti til stærðar garðrýmis
(skjólmyndun) og fjölda íbúða í hverri þyrpingu. Til að
auka enn á rýmismyndanir og fjölbreytni eru á hinn
einfalda og beina húsakropp tengdar ýmsar viðbyggingar
(tröppur, sval ir/sólstofutum) sem ásamt gróðri gera hverfið
aðlaðandi og eftirsóknarvert.