AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Page 32
Líkan, síðara þrep.
2. SÆTI
Höfundar: Siguröur Halldórsson, arkitekt, Sigbjörn
Kjartansson, arkitekt, Hans-Olav Andersen,
arkitekt, og Sigríður Magnúsdóttir, arkitekt.
Aöstoö: Líkan: Edda Einarsdóttir, arkitekt.
MARKMIÐ
Krafan um hagkvæmt og heilsusamlegt húsnæði á jafnan
rétt á sér í dag eins og á millistríðsárum þegar fyrstu
félagslegu íbúðimar voru byggðar hér á landi.
Hin seinni ár hefur verið reynt að ná hagkvæmni í
íbúðarbyggingum með því að auka gólfflatarmál miðað
við utanmál húsa. Afleiðingamar eru oft á tíðum dimmar
og illa skipulagðar íbúðir og breiðir byggingamassar, sem
hafa neikvæð áhrif á rýmismyndun utanhúss.
í þessari tillögu er farin önnur leið. Lögð áhersla á mjóar
byggingar sem auðvelt er að móta og raða saman í heillegt
hverfi. Allar íbúðimar tengjast umhverfinu vel og hafa
útsýni og/eða útganga til minnst tveggja átta. Ibúarnir eiga
þannig greiðan aðgang að sínu nánasta umhverfi, auk þess
að hafa útsýni til víðáttu náttúrunnar. Sá skilningur er hér
til grundvallar að „hagkvæmt“ þýði einfalt og rökrétt í
uppbyggingu og innra skipulagi og að „heilsusamlegt"
þýði að öllum þáttum daglegs lífs séu ætluð rými sem hafa
eðlilegt samhengi sín á milli og við ytra umhverfi.
Naumar fjárveitingar mega aldrei verða afsökun fyrir að
vanrækja þá þörf sem allir hafa fyrir „heilsusamlegt“
umhverfi, óháð iðju og efnahag.
Fyrir höfundum vakir að skapa hagkvæmt og heilsusamlegt
íbúðarhverfi í samræmi við fyrirliggjandi skipulag og
náttúrulegar aðstæður.
Góð íbúð er lausnareining skipulagsins - rammi daglegs
einkalífs. Gott hverfi er niðurstaðan - ramminn um samfélag
íbúanna.
30
i