AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Page 44
Líkan.
AUSTURHLITTI
Austurhl.grunnmynd.
Austurhl.skuröur og hliöar.
ATHYGLISVERÐ TILLAGA
Höfundur: Halldóra K. Bragadóttir, arkitekt.
Aöstoö: Árni B. Björnsson, verkfrœðingur, og
Björn Agúst Björnsson, verkfrœðingur.
Að ýmsu leyti athyglisverð tillaga og vel unnin. Aðlögun
byggðar að landi er góð. Bílskýli á jöðrum svæðisins eru
vel leyst. Höfundur leysir vel aðkomu að einstökum
húsum og tengsl við leiksvæði. Stígakerfi er viðamikið.
íbúðir eru vel leystar m.t.t. birtu og útsýnis, en húsagerð er
óhagkvæm. Tillagan ber vott um fagleg vinnubrögð og
viðleitni höfundar til nýsköpunar.
Dómnefndin valdi tillöguna til nánari úrvinnslu á 2. þrepi
MARKMIÐ
Tillögugerð miðar að því að færa sér kosti og sérkenni
staðhátta í nyt og skapa látlausa umgjörð um gott mannlíf.
Ahersla er lögð á öryggi og fjölbreytni fyrir gangandi
vegfarendur og börn að leik, skjólgóð útivistarsvæði og
góð tengsl við aðliggjandi byggð og náttúru.
Verndað útivistarsvæði skiptir keppnissvæðinu í Vestur-
hluta og Austurhluta. Að útivistarsvæðinu má komast frá
íbúðum beggja vegna frá, án þess að yfir götu þurfi að fara.
Göngustígum er þannig hagað að Gufunesás og náttúran í
kring séu ennfremur aðgengileg aðliggjandi byggð og
þeir tengist vel megingönguleiðum Borgarholta. Stuðst er
við „heildarskipulag Borgarholts 11“ við staðsetningu
megingönguleiða innan svæðisins. Leiðir liggja í verslun
og þjónustu í „Kjarna" í suðurátt, í grunnskóla, leikskóla
og strætisvagna í austurátt, að strandlengju í norðurátt og
42