AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Page 58
Líkan.
TILLAGA TIL FREKARI SKOÐUNAR
Pétur Örn Bjarnason, arkitekt, og Knútur
Jeppesen, arkitekt.
Skipulag á eystri hluta svæðisins er að ýmsu leyti gott, en
lakara á vestari hlutanum, þar sem það er í grundvallar-
atriðum gallað, t.d. að því er varðar fyrirkomulag bílastæða,
bflageymslur, aðkomur að húsum o.fl. Tengsl íbúða við
nærleiksvæði eru yfirleitt góð, en staðsetning grenndar-
vallar er gölluð. Gatnakerfið er einfalt, en gönguleiðir að .
húsum eru í sumum tilvikum nokkuð langar. Uppbygg-
ing húsa er skýr. Heildarlausnin geturekki talist viðunandi.
Tillagan er ein af þrettán sem dómnefndin taldi koma
sérstaklega til álita í 2. þrep samkeppninnar.
'1
f ' j
MARKMIÐ
Við úrlausn ofannefndrar samkeppni hefur áhersla verið
lögð á gott ytra umhverfi, vandaðar íbúðir og samspil
þessara tveggja þátta eins og óskað er eftir í samkeppnis-
gögnum.
Svæðið er þannig frá náttúrunnar hendi, að samfelldar
klappir (Gufunesás) liggja í gegnum Borgahverfi frá suðri
til norðurs og skipta keppnissvæðinu í tvennt. Svæðið
vestan við klappimar er 30-40 m yfir sjávarmáli og svæðið
austan við er í 40-50 m hæð. Það er víðsýnt til allra átta og
útivistarsvæðið á ásnum er mjög skemmtilegt.
Þrátt fyrir að í tillögunni sé gert ráð fyrir að byggðinni sé
56
Hornvörpun.