AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Page 64
SAMKEPPNI í AHJO
✓
I FINNLANDI
„ Alliróska sér að eignast eigið hús og eigin garð, - það eiga íslendingar og Finnarsameiginlegt,"
segir vinningshafinn 1 samkeppni um einbýlishúsasvœðið í Ahjo, Kristjana Aðalgeirsdóttir.
Orkusparnaður, umhverfisvænleiki, mögu-
leiki á að breyta og stækka eru megin-
drættimir í „Xantippe“, tillögu Kristjönu
Aðalgeirsdóttur, sem vann nýverið
samkeppni um einbýlishúsahverfi í Ahjo,
Finnlandi. Þessi bær liggur skammt frá Helsinki og er
vinabær Keflavíkur. Kristjana Aðalgeirsdóttir er nemi í
arkitektúr í Osló og er ættuð frá Akureyri.
í tillögu sinni tók Kristjana tillit til mishæðótts landslags
á samkeppnissvæðinu og felldi húsin að landinu.
Dómnefndin lauk lofsorði á lausnina og í niðurstöðu
hennar segir: „Lausn skipulagsins jafnt sem húsagerð
tillögunnar uppfylla ágætlega þær væntingar sem gerðar
voru í samkeppninni. Tillit hefur verið tekið til séreinkenna
landslagsins (tópógrafíunnar), rýmismyndunar húsanna,
séreignar og sameignar og niðurskipunar á svæðið.
Húsagerðin fellur auðveldlega að mismunandi landslagi
og mismunandi þörfum íbúa. Hlaðnir veggir, sem skilja að
útirými, og múrveggir, sem rísa upp úr húsunum miðjum,
setja svip sinn á svæðið. Ibúðarrýminu er raðað kringum
62