AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Page 78
LU
I UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ FYRIR
NÁTTÚRUVÍSINDI VIÐ AUSTURVÖLL
Lokaverkefni Asdísar H. Agústsdóttur frd University College of London,
Bartlett School of Architecture and Planning, voriö 1992.
*
TGANGSPUNKTUR
Upphaf þessa lokaverkefnis má rekja til
haustannar 1991. Þá hóf ég rannsóknir sem
smáttog smátt leiddumig að ákveðinni
niðurstöðu sem endurspeglast í hönnun
þessa verkefnis. Verkefnið spratt af þessari leit, sem
krafðist fjölbreyttra vinnnbragða. Leitaði ég í bakgrunn
minn, til að finna þann arkitektúr sem ég vildi endurspegla.
Unnið var með alls konar aðferðum: ljósmyndun, málun,
mótun o.s.frv. Efnisnotkun var margbrotin, en stefnt var
að því að draga fram þau einkenni sem ég vildi sýna í
hönnuninni. Fyrst hannaði ég rannsóknarstöð á Mývatni,
en þar áttu að fara fram rannsóknir á lífríki og jarðfræði
umh verfi s Mývatn. Þar hannaðí ég by ggingu er blandaðist
bæði í form og tilfinningu við náttúruna. Hún hafði að
geyma aðstöðu fyrir vísindamenn. Þessi bygging leiddi
mig að lokaverkefninu sem var upplýsingamiðstöð fyrir
náttúruvísíndi í Reykjavík, nánar tiltekið á mótum
Austurvallar, Austurstrætis og Hótel íslands plansins.
Hugmyndin er að niðurstöður rannsókna á Mývatni verði
76