AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Qupperneq 84

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Qupperneq 84
Víninu var hellt varlega yfir í karöfluna þannig að gruggið síaðist frá og vínið væri tært og fagurt. Karaflan varð tákn um fyrirhöfn og vöndun og smám saman var farið að leggja mikið upp úr fallegum og vönduðum karöflum. Undir borðvínin voru gerðar háar og belgmiklar karöflur, stundum tappalausar, enda var ekki búist við að vínið stæði lengi í þeim. Þessar karöflur voru því sléttar og glansandi innan í hálsinum eins og annars staðar. Sams konar eða svipaðar karöflur voru einnig hafðar í svefnherbergjum undir vatn. Þessar karöflur voru gjama úr blásnu gleri, og stöku sinnum var skorið í þær mynstur eða áletrun af einhverju tagi, en í þær var þó oft eytt minni vinnu en litlu karöflumar. Sumum þeirra fylgdu glös þótt það ætti frekar við um minni karöflumar. Karöflur undir betri vín voru oftast smærri og gerð þeirra öll vandaðri. Þær voru stundum úr kristal, oft fagurlega skreyttar útskurði eða mynsturblæstri og ætlaðar sem augnayndi ekki síður en ílát. Allar voru þær hálslangar með þungum og þéttum töppum úr sama efni, en þeir voru látnir falla langt ofan í hálsinn til að loka algerlega fyrir súrefni að víninu. Hálsinn var því eins og sandblásinn viðkomu að innan. Lögun belgsins var mjög mismunandi og háð listrænum smekk hönnuðarins. Karöflur undir brennda drykki og líkjöra voru að jafnaði belgminnstar og stöku sinnum eilítið flatar. Lítil staup fylgdu oft í stíl við fínustu karöflumar og í einstaka tilfellum voru einnig víðar ávaxtaskálar á háum fæti hluti af þessari tignarlegu heild. Sumir húsbændur létu merkja sér eða ættinni karöflumar, og stöku sinnum var nafn vínsins greypt í útflúrið (þetta átti einkum við á vínræktarjörðum í Mið-Evrópu). Vinsælum og merkilegum karöflum var oft gefið nafn og var þá nafnið stundum greypt í karöfluna. Karöflur hafa geymst vel, enda vom þær þungar og efnis- miklar og venjulega ekki í daglegri notkun. Enn er til á Norðurlöndum mikið af karöflum sem framleiddar voru um miðja nítjándu öld. Margar af elstu karöflunum voru framleiddar í Danmörku. Þá var um tíma bannað að blása gler í Danmörku af hættu við útrýmingu skóga og fagmenn frá Þýskalandi og Englandi komu til sögunnar og framleiddar voru karöflur og fleiri vandaðar glervörur við Nöstetangen við Hokksund eftir eigin fyrirmyndum. Eftir það fleygði gerðkaraflana fram og þær urðu fastur hluti af innbúi á betri heimilum Norðurlandabúa undir aldamótin 1900. Eiginleg fjöldaframleiðsla varð aldrei á karöflum, enþó voru framleiddarnokkuð margarmeð sama móti, allt frá nokkrum tugum og upp í nokkur þúsund eins og af karöflunni „Edward” sem var framleidd allt frá árinu 1886-1940. Eftir að hætt var að framleiða „Edward” hélst lögun hans í mörgum nýrri karöflum allt fram á okkar daga. Flestar karöflur bera aldurinn vel, en stundum koma í þær rispur og brúnir skarðast. Suma þessa galla er hægt að gera við með slípun þannig að þeir hverfi algerlega. Hægt er líka að láta gera nýjan tappa í karöflu sem sýnilega hefur haft tappa í upphafi en hann síðan týnst, það er að jafnaði betri lausn en að nota tappa úr annarri karöflu. Gömul karafla nýtur sín best þar sem hún fær að standa á áberandi stað, helst við kertaljós og með blómum. Þar er hún ímynd gamallar rómantíkur og friðar. ■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.