AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Page 89
Tómasarhagi, grunnmynd.
Skuröur.
Vesturhliö.
Nú ótt þú langan starfsferil að baki, hvað
finnst þér helst hafa breyst í faginu á
þessum tíma?
„Það hefur óskaplega mikið breyst í faginu, sérstaklega
núna síðustu árin. Langmesta breytingin er eftir að
tölvuvinnslakomáteiknistofumar. Áðurfyrrvareiginlega
ekkert af tækjum sem við höfðum. Við höfðum blýant,
rissfjöður, horn, reglustiku og hringfara. Þetta voru
aðalverkfærin og svo auðvitað strokleður. Þannig að
tæknin hefur breyst mjög mikið með nýjum teiknitækjum.
Síðan breytist þetta mjög mikið þegar ritvinnslan byrjar á
tölvu og er það mun þægilegra en þegar maður var með
ritvélamar. Þegar farið er að teikna á tölvu, þá verður
veruleg breyting. Hér erum við lítið famir að teikna með
tölvu ennþá, en erum þó aðeins byrjaðir. Þetta er þróun
sem allir verða fylgjast með og verður komin á
allar teiknistofur með tímanum. En ég held, að
verkin verði ekki eins persónuleg þegar þau eru
komin inn á tölvu. Meðan maður getur breytt
hverju striki léttilega með blýantinum sínum, þá
held ég að það verði alltaf persónulegra en eftir að
þetta verður vélrænt. Ég veit að þegar arkitektamir eru
búnir að teikna húsin þá er þetta mjög þægilegt fyrir
verkfræðingana. En ég ætla að vona að arkitektinn haldi
áfram að hugsa sjálfstætt og laga teikningarnar til með
blýantinum lengi enn.”
Finnst þér þróunin í faginu hafa verió
jókvæb?
„Þróunin hefur verið mjög jákvæð og hún hefur að mörgu
leyti verið hröð. Við fylgjumst með og gerum okkar besta
til þess að skapa aðstöðu bæði fyrir mannlegt líf og
87