AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Page 93
VERÐUR RAUNVERULEIKINN
MÁLAMYNDAPRJÓNASKAPUR?
SIGURÐUR EINARSSON ARKITEKT
Skipulagsuppdróttur, staðfestur 1983.
Samkeppni um miðbæjarskipulag í Hafnarfirði
var háð 1962 og hlaut tillaga eftir Jón Haraldsson
arkitekt 1. verðlaun. Eftir nokkra vinnu við
útfærslu tillögunnar urðu lyktir þær að Hrafnkell
Thorlacius arkitekt var fenginn til að fullgera
skipulag í anda verðlaunatillögunnar, og fékk það skipulag
staðfestingu 1967. Skipulagið var í anda síns tíma, mikið
um niðurrifsheimildir á gömlum húsum, og ný byggð yrði
með meira borgaryfirbragði, aðallega 3 hæðir, en þó 4 við
ráðhúsið og 5 hæðir frá Sparisjóðnum og vestur Linnetsstíg.
4 hús voru byggð samkvæmt skipulaginu.
Þegar líða tók á 8. áratuginn þótti skipulagið orðið úrelt.
Var þá ákveðið að fara í algjöra endurskoðun með ákveðinni
stefnubreytingu. Sigurþór Aðalsteinsson arkitekt vann
nýtt skipulag, sem gefið var út í bókinni Hafnarfjörður
miðbær 1981, staðfest 1982.
Skipulagið er ímegindráttum gildandi ídag. Þau byggingar-
legu markmið sem þar eru lögð til grundvallar eru:
„Allar nýbyggingar í miðbæ skal leitast við að fella svo
sem best má verða að þeirri byggð, sem fyrir er.
Tekið skal mið af hinum ríkjandi mælikvarðabyggðarinnar
í heild.
Yfirborðsefni séu valin og/eða meðhöndluð með hliðsjón
af nágrannabyggð.
A reitum þar sem stök bárujámshús eru mest áberandi,
skal nota risþök á nýbyggingar. Geta þau verið með
kvistum svo fremi sem stærð kvists ofgerir ekki þaki.”
Helstu breytingar frá fyrra skipulagi eru fólgnar í vemdun
91