AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Blaðsíða 99
SVERRIR ÓLAFSSON
Með verkum mínum er ég að koma til
skila, skoðunum mínum og lífsvið-
horfi auk þess að fá útrás fyrir mínar
fagurfræðilegu, umhverfislegu og fél-
agslegu vangaveltur. Form hlutföll
„og fagurfræði eru aðeins hluti af heildar verkinu en ekki
aðalatriði. Mér er hugleikið samspil höggmynda og
byggingarlistar og má stundum til sannsvegar færa að verk
mín minni frekar á byggingar eða húsgögn heldur en
hefðbundin hugtök í myndlist. Þetta geri ég þó í alveg
meðvituðum tilgangi. Það er mikilvægast fyrir mig að
hugmyndafræðilegar forsendur verka minna séu
beinskeyttar og klárar og ekki vefjist fyrir mér, með
nokkrum hætti tilgangur minn með gerð verksins. Með
öðrum orðum þá verða verk mín til af sterkri innri þörf og
meðvitaðri nauðsyn, en aldrei af tilviljun eða athafna-
þörfinni einni. Verkfærið sem ég nota til þess að koma
skilaboðum mínum áleiðis er táknfræði, sem ég set fram
sem pólitik án flokka eða landamæra. Meðal þeirra tákna
sem mér eru hugleikin eru: stóllinn sem í mínum huga er
tákn valdsins,turninn sem tákn um hégómann
(fílabeinsturninn), barnaleikföng sem tákn um mannleg
gildi, lífræn efni svo sem frækorn eða trjálauf sem tákn um
móður jörð, lokaðar hirslur af ýmsu tagi, sem tákn
skrifræðisins osfrv. Þessi tákn eru gjarnan mín hugarsmíð,
en ég nota einnig gömul og viðurkennd tákn. Þá nota ég og
gjarnan liti sem tákn eða sem áherslu á tákn og er því
gjaman um endurtekningu þeirra að ræða í verkum mínum.
Eg vinn verk mín í ýmiskonar efni og fer það aðallega eftir
hugmyndafræðilegu inntaki þeirra hvert efnisvalið er.
Aðal atriði er þó í mínum huga að táknfræðin sem ég nota
verði ekki flóknari en svo að nokkuð auðvelt sé að skilja
hugmyndafræðilegar forsendur verkanna. Mönnum er
jafnan gjarnt að líta á sjálfa sig sem miðpunkt alheimsins
frekar en eitt af sandkornum eyðimerkurinnar. Vegna
þessa reyni ég að ná athygli áhorfandans með því að höfða
til kímni hans blygðunarkenndar, hroka, hégómleika,
dómhörku osfrv. Fyrir mér er Móðir Jörð í öndvegi og
hlutverk okkar að þjóna henni og vernda. Aðeins með því
móti, getur hún sinnt því hlutverki sínu að fóstra okkur og
næra. Það er eðli peningahyggjunnar að ryðja úr vegi
mannlegum gildum og þörfum Móður Jarðar. Ofan í
Kleópötrunálin,1992.
97
KYNNING A LISTAMANNI