AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Side 101
Minning um byltingu, 1991.
Upp vaxa mannanna börn, 1991.
tortímt okkur og mun gera ef heldur sem horíir. Daglega
og án umhugsunar gefum við út heimildir til þess að láta
handarhöggva sjálf okkur, en fyrr en varir verður ekki
meira til að höggva. Við erum öll hluti af líkama Móður
Jarðar og ef okkur tekst ekki að skilja það og semja við
hana frið, þá deyjum við.“
ÝMISLEGT UM LISTAMANNINN:
A árunum 1964-92 sótti Sverrir ýmis myndlistar- og
tækninámskeið bæði á Islandi, Svíþjóð ofl. Hann stundaði
nám við Kennaraskóla Islands 1964-69; var
myndmenntakennari í Hafnarfirði 1969-72; var í
Myndlista- og handíðaskóla Islands, skúlptúrdeild 1973-
76 og gestaltlistamaður í Cambridgeshire Experimental
Workshop 1973-76.
Sverrir hefur haldið fjölmargar einka- og samsýningar
bæði hér á landi og erlendis, m.a. í Galeria De Arte,
Mexico City; Kjarvalsstöðum, Reykjavík; New World
Performance, París; The Rostoc Intemational Biennal o.
m. fl.
Verk hans eru í eigu margra opinberra- og einkaaðila víða
um heim m.a. Ríkislistasafnsins í Mexico City; Listasafns
íslands, The Bob Kelly Gallery, Gautaborg; Copetti Giorgio
Gallery, Cividale, Ítalíu auk einkasafna í S víþjóð, Englandi,
Þýskalandi, Spáni, Rússlandi, Brasilíu Finnlandi o.fl.
Sverrir hefur einnig hlotið margs konar viðurkenningu
fyrir verk sín, m.a. Fyrirlestrastyrk „American Airlines -
Artist of the World Lectures"; heiðursverðlaun Monterry-
borgaríMexico;menningarverðlaunRíkisútvarpsins„Yfir
Esjuna“ , auk starfslauna íslenska ríkisins. ■
99