AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Page 103
A U
L
Ý S I N G
VATNSÞETTINGAR
í síðari heimstyrjöldinni byggðu Þjóðverjar
neðansjávarbyrgi fyrir kafbáta sina. Þessi byrgi voru
steinsteypt og voru álagskröfur gey silegar. Því komu
upp ýmis vandamál sem þurftu lausnar við. Efna-
fræðingur nokkur, Dr. Kemper, starfaði sem tækni-
legur ráðgjafi við lausnir á þessum vandamálum.
Hann vann og þróaði gerð dúks sem héldi vatninu frá
og héldi mannvirkjunum heilum og óskemmdum.
Eftir stríð hélt Dr. Kemper áfram að endurbæta og
fullkomna það kerfi sem áður hafði verið fundið upp.
Þannig eyddi hann öllum sínum tíma í þetta helsta
áhugamál sitt þ.e. að vemda byggingar og mannvirki
gegn vatni, veðri og öðmm utanaðkomandi áhrifum.
Arangurinn er Kemperdúkurinn sem eftir áratuga
þróun er í dag orðinn dúkur dúkanna, líkt og Merzedes
er bíll bílanna.
Það eru nú orðin tíu ár síðan við fórum að nota
polyester þakdúkinn frá Kemper í Þýskalandi. Þessi
þakdúkur hefur reynst mjög vel og hefur Kemperol
sýnt sig að hafa staðist allar þær kröfur sem gerðar
vom og lofað var að dúkurinn stæðist.
Kemperol kerfið vinnur á þann hátt að notaður er
sérstakur filtdúkur og fljótandi Kemperol efni og er
kerfið unnið og lagt af sérstökum fagmönnum frá
fyrirtækinu. N otkunarmöguleikar eru ótrúlega margir
bæði hvað varðar álagskröfur og hvað varðar
arkitektúr, svo sem fjölbreytt litaúrval, mismunandi
áferðir,þykktarmöguleikao.s.frv.Þessvegnabjóðum
við dúkinn í dag ekki eingöngu á þök, heldur einnig
til lausnar á ýmsum lekavandamálum, til vemdar
byggingum og öðmm mannvirkjum s.s. sundlaugum
og ýmsan frágang á blikk, asfalt, vatnsbretti og þök.
Unnt er að klæða með Kemperoli utan á steypt
mannvirki og er þessi einstaka lausn ódýr miðað við
aðrar lausnir, því þrátt fyrir allar þær kröfur sem
gerðar eru til þessa dúks og þann árangur sem hann
hefur sýnt framá, þá er hann ekki dýrari en aðrir
dúkar.
Kemper kerfið hefur átt sívaxandi vinsældum að
fagna á íslenskum markaði og hefur verið notað þar
sem öryggi er haft að leiðarljósi, og miklar gæðakröfur
eru gerðar eins og t.d. í radarstöðvum, byggingum
með dýmm tölvu-og fjarskiptabúnaði og byggingum
sem hafa að geyma viðkvæman búnað. I Ráðhúsi
Reykjavíkur þurfti að leysa mörg flókin vatns-
þéttingavandamál. Hönnuðir hússins komust að þeirri
niðurstöðu, eftir ítarlega könnun, að Kemperol væri
besti kosturinn. Því er það notað víða í húsinu.
í stðari heimstyrjöldinni byggöu þjóðverjar
neðansjóvarbyrgi fyrir kafbóta sína........
Kemperol fólía var lögð undir vatnið.
HÚSEIGENDAÞJÓNUSTAN S.SIGURÐSSON HF. Sími 91- 670 780 Fax 91-670 782