AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Side 29
lönd CEN gera við þá fjóra hluta sem verið hafa til
umsagnar verða teknar fyrir á fundi „Playground
equipment” sem haldinn verður í Belgíu í september
n.k. og mun fulltrúi íslensku tækninefndarinnar sækja
þann fund.
Þegar þetta er skrifað hafa undirhóparnir ekki skilað
endanlegum tillögum sínum til tækninefndarinnar. Þó
er óhætt að segja að tillaga, sem hefur verið til
umræðu, er að reyna að hafa áhrif á umhverfisráðu-
neytið að þar verði séð til þess að öryggisatriði er
varða opinber leiksvæði verði höfð í byggingar-
reglugerðinni ásamt því að í þeirri reglugerð verði
einnig vísað til evrópsku staðlanna. Ennfremur hefur
sú tillaga komið upp hjá kynningarhópnum að beita
sér fyrir því að gerð verði handbók fyrir hagsmuna-
aðilana. í handbók þessari yrðu hafðar þær reglu-
gerðir sem tengjast opinberum leiksvæðum og
útdráttur á íslensku úr stöðlunum. Einnig mætti hugsa
sér, ef þörf væri talin á að gera nákvæmari lýsingu á
einhverjum atriðum úr stöðlunum að hún myndi fara
í slíka handbók. Ennfremur hefur verið rætt um að
gera þurfi gátblöð fyrir ákveðna hagsmunahópa, s.s.
eftirlitsaðila leiktækjanna, þá aðila sem sjá um
daglegan rekstur leiksvæðanna o.fl., sem einnig yrðu
í handbókinni. Nú hef ég einungis nefnt helstu hug-
myndirnar sem verið hafa um hvernig innihald slíkrar
handbókar skuli vera. Að sjálfsögðu mun það mótast
betur á næstu mánuðum hvernig endanlega verður
staðið að þessu, því stefnt var að því að undirhóparnir
skiluðu af sér endanlegum tillögum í byrjun júní og
mun í framhaldi af því verða hafist handa að vinna
úr þeim.
Meðan evrópsku staðlarnir eru í vinnslu hefur íslenska
tækninefndin samþykkt að benda þeim, sem á þurfa
að halda staðli um leikvelli, að nota danska staðalinn
DS 2342 þar sem innihald hans virðist vera mjög í
takt við það sem koma skal í evrópsku stöðlunum.
Þó ber að benda mönnum á að það munu verða
evrópsku staðlarnir sem verða staðfestir sem íslensk-
ir staðlar. Öllum sem spurt hafa nefndarmenn um
staðla um leikvelli hefur verið bent á að hafa sam-
band við sölumann Staðlaráðs íslands þar sem
frumvörpin að evrópsku stöðlunum og danski staðall-
inn eru fáanlegir. Staðlaráð íslands hefur aðsetur í
húsakynnum Iðntæknistofnunar að Keldnaholti. ■
Leitaðu aðstoðar fagmanna
Áður en þú tekur ákvörðun um húsbyggingu eða íbúðarkaup, hvetjum við þig til að notfæra þér
þjónustu fasteignasala, hönnuða, fjármálafyrirtækja og annarra sem þekkingu hafa,
við að áætla greiðslubyrðina eins nákvæmlega og unnt er.
Láttu fagmenn aðstoða þig við að áætla greiðslubyrði vegna húsbyggingar eða íbúðarkaupa. Þannig eru góðar
líkur á að þú komist hjá skakkaföllum.
BYRJAÐU Á RÉTTUM ENDA
HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
27