AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Blaðsíða 78

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Blaðsíða 78
þjóða að aukin samræming á milli þeirra er að verk- framkvæmd koma hefur ein og sér fækkað göllum í byggingariðnaði meir en nokkur önnur aðgerð. GÆÐARÁÐ BYGGINGARIÐNAÐARINS Gæðaráð byggingariðnaðarins var stofnað með það að markmiði að samræma gæðamál í byggingar- iðnaði á íslandi. Að ráðinu eiga aðild 16 stofnanir, samtök og félög hagsmunaaðila I byggingariðnaði. Gæðaráðið hefur beitt sér fyrir fræðslu- og kynningar- starfsemi í gæðamálum og námskeiðum og ráðgjöf til fyrirtækja. Einnig hefur ráðið unnið með stórum verkkaupum við að skilgreina gæðakröfur til fram- kvæmdaaðila. það er reynsla ráðsins að áhugi er á að taka á gæðamálum hjá flestum í byggingariðnaði en markaðshvatann skortir. Arkitektar eru almennt opnir og jákvæðir, en skammt á veg komnir. Verk- fræðistofur eru margar byrjaðar á að innleiða gæða- kerfi eða að bjóða ráðgjöf í gæðastjórnun, en nálgast gæðamálin með ólíkum hætti hver fyrir sig og eru meir á varðbergi gagnvart utanaðkomandi ráðgjöf. Framkvæmdaaðilar eru jákvæðir en aðhafast lítið, kröfuna frá markaðinum skortir. þó eru nokkur stærstu byggingar- og verktakafyrirtækin vel á veg komin með að innleiða gæðakerfi. GÆÐATRYGGING OG ÁBYRGÐIR í BYGGING- ARIÐNAÐI Meðalaldur húsnæðis á íslandi er aðeins um 25 ár og því Ijóst að á næstu árum á viðhaldsþörf þess eftir að sóraukast. það sem er þó öllu alvarlegra er að margt af nýlegu húsnæöi er vart komið í notkun þegar stórfelldra viðgerða er þörf. Gæðastjórnunar er því vissulega þörf í íslenskum byggingariðnaði. En gæðastjórnun er ekki „patent"- lausn, heldur markviss nálgun skref fyrir skref. Gæðaráð byggingariðnaðarins hefur í þessu samhengi horft til frænda okkar Dana, en þar hefur m.a. Halldór Guðmundsson verkfræðingur hjá Teknologisk Institut starfað að innleiðingu gæðastjórnunar í byggingar- iðnaði í um 20 ár. Nálgun Dana í gæðamálum í bygg- ingariðnaði hefur um margt verið skynsamleg. Þeirra reynsla er sú að ekkert gerist af alvöru fyrr en krafan um gæðastjórnun kemur frá markaðnum. því hafa þeir sett þær reglur að við allar framkvæmdir þar sem opinbert fjármagn kemur við sögu er krafist gæðatryggingar af öllume r að framkvæmdinni koma, jafnt hönnuðum sem framkvæmdaraðilum. Þessu ná aðilar fram með gæðastjórnun, sem byggist á skjal- festum gæðakerfum, sem geta verið séraðlöguð fyrir hverja framkvæmd. Mikilvægt er að athuga að hér er ekki átt við vottað gæðakerfi, heldur einungis skjalfest. Með því að leggjafram gæðatryggingu lýsir viðkomandi aðili með hvaða hætti hann hyggst tryggja að gæði verksins verði í samræmi við kröfur verkkaupa. „Gulrótin” fyrir hönnuði, efnissala og verktakana eru ábyrgðir. þeir sem hafa gæðatrygg- ingu, sem stenst í viðkomandi verki, þurfa að veita 5 ára ábyrgð á framkvæmdinni. Standist gæðatrygging aðila ekki í reynd verður ábyrgðartíminn ótakmark- aður. þannig hafa hönnuðir, verktakar og efnissalar mikinn hag af því að leggja fram gæðatryggingu og að sjá til þess með gæðastjórnun að hún standist yfir framkvæmdatímann. Áður en 5 ár eru liðin fer fram gagnger úttekt á framkvæmdinni og ef hún stenst skoðun er ábyrgðartími aðilanna 5 ár og við tekur opinber „gallatryggingarsjóður”. í framkvæm- daferlinu hafa einnig verið skilgreindar ákveðnar reglur sem knýja fram samræmingu á milli verkkaupa, hönnuða og framkvæmdaraðila. Svokölluð „rýni” fer fram á hönnunarstigi og áður en verklegur hluti hefst fær verktakinn tækifæri til að „rýna” í hönnunargögn og verklýsingar. Aðilar hittast síðan með sínar at- hugasemdir og niðurstöður og fara í svokallaða „verkefnisyfirferð”. Hugsunin er sú að samræma og leysa vandamál og galla fyrirfram. það er nefnilega ódýrara að beita strokleðri til leiðréttinga frekar en loftpressu. Eins og áður sagði hefur þessi samræm- ing átt stærstan þátt í að fækka göllum skv. reynslu Dana. Gæðaráð byggingariðnaðarins hélt námskeið fyrir hönnuði, framleiðendur og verktaka í desember sl. Erindi fluttu þeir Halldór Guðmundsson, verkfræð- ingur og prófessor Kenneth Hall Murta við arkitekta- deild háskólans í Sheffield í Bretlandi. Erfiðlega gekk að fá þátttakendur á námskeiðin og hefur síðan verið tekin sú stefna að vinna frekar með verkkaupum til að fá skilgreindar kröfur um gæðastjórnun frá mark- aðinum. KRÖFUR MARKAÐARINS UM GÆÐATRYGG- INGU Krafan um gæðatryggingu hríslast niður eftir stigan- um frá þeim sem leggur fram fjármagnið til aðilanna sem vinna verkið eftir ábyrgðarröð. Sá sem er neðar í stiganum þarf að sanna að kröfunum sé fullnægt. 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.