AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Side 84

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Side 84
i HLUTVERK BYGGINGARNEFNDA: I Islensk fyndni í byggingarlist " II hluti Svo er gerð bygginga verst, að hvorki sé ráðandi ein né nein tegund stílmenningar, heldur handahófseftiröpun, flumbrulegar stælingar, skynlausar afbakanir;um bygg- ingar, sem eru seldar undir þessa sök má segja, að þær vitni fyrst og fremst um fjarvistir alls, sem menn- ing getur heitið, að maður nú ekki tali um Menn greinir á um útlit einstakra húsa en „samhljómur" er lítill í „kakófóníu" íslenskrar byggingarlistar. Endurtekning er ekki þaö sama og eining. smekk.“(Halldór Laxness Húsakostur og híbýlaprýði 1939). í fyrri grein minni reyndi ég að skilgreina að einhverju leyti hvernig núverandi ástand byggingarlistar í landi okkar er til komið. í henni reyndi ég að útskýra íslenskar byggingar -„kakófóníu" út frá eðlislægum einkennum íslendinga. En sú útskýring er ekki hugsuð sem afsökun eða réttlæting fyrir óbreyttu ástandi, fremur en sú litla tilraun sem hér verður gerð til að skilgreina hinar „ytri“ ástæður, það er að segja „Kerfið", sem birtist í holdtekningu byggingarnefnda. Byggingarnefndir um land allt eru nefnilega sjaldn- ast þannig samansettar að þær hafi nokkurn bak- grunn eða metnað til að hlutast til um útlit húsa eða að reyna að tryggja að sem best heildarmynd náist á einstakar götur hvað þá heilu hverfin. Þær ráðskast I sumum tilfellum um meginform húsa, ef ákvæði þyggingarskilmála eru nægilega ákveðin (svo sem stærð húsa, fjölda hæða, þakhalla og mænisstefnu), en slíkar hömlur eru gjarnan óvinsælar meðal hönn- uða og byggjenda. f versta falli vísa þær frá góðum arkitektúr á grund- velli of þröngra reglna (t.d. um nýtingarhlutfall), eða vegna nýstárlegs útlits, en hleypa á sama tíma með- almennskunni að. Byggingarnefndir eru samt í reynd eitt helsta stjórn- tækið til að skapa heild í íslensku byggingarmynstri, en það heyrir fremur til undantekningar en reglu að arkitektar starfi í þeim. Byggingarnefndir leggja sem sé sjaldnast mat á það hvort hús sé „of Ijótt" eða „passi illa inn í“ ef byggingarskilmálum er fylgt. „Hver sem haldið getur á blýanti og ekki er fáviti teiknar hús í dag á íslandi, og það sem meira er, fær það samþykkt," benti Hörður Ágústsson á í grein í Birtingi fyrir 30 árum og bætti við: „ Ég tel byggingar- nefndir héraða og bæja bera einna mesta ábyrgð á því hörmungarástandi, sem hér ríkir í byggingar- menningu." það munu víðast hvar vera óþreyttar vinnuaðferðir í byggingarnefndum landsins enn í dag.

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.