AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Blaðsíða 84

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Blaðsíða 84
i HLUTVERK BYGGINGARNEFNDA: I Islensk fyndni í byggingarlist " II hluti Svo er gerð bygginga verst, að hvorki sé ráðandi ein né nein tegund stílmenningar, heldur handahófseftiröpun, flumbrulegar stælingar, skynlausar afbakanir;um bygg- ingar, sem eru seldar undir þessa sök má segja, að þær vitni fyrst og fremst um fjarvistir alls, sem menn- ing getur heitið, að maður nú ekki tali um Menn greinir á um útlit einstakra húsa en „samhljómur" er lítill í „kakófóníu" íslenskrar byggingarlistar. Endurtekning er ekki þaö sama og eining. smekk.“(Halldór Laxness Húsakostur og híbýlaprýði 1939). í fyrri grein minni reyndi ég að skilgreina að einhverju leyti hvernig núverandi ástand byggingarlistar í landi okkar er til komið. í henni reyndi ég að útskýra íslenskar byggingar -„kakófóníu" út frá eðlislægum einkennum íslendinga. En sú útskýring er ekki hugsuð sem afsökun eða réttlæting fyrir óbreyttu ástandi, fremur en sú litla tilraun sem hér verður gerð til að skilgreina hinar „ytri“ ástæður, það er að segja „Kerfið", sem birtist í holdtekningu byggingarnefnda. Byggingarnefndir um land allt eru nefnilega sjaldn- ast þannig samansettar að þær hafi nokkurn bak- grunn eða metnað til að hlutast til um útlit húsa eða að reyna að tryggja að sem best heildarmynd náist á einstakar götur hvað þá heilu hverfin. Þær ráðskast I sumum tilfellum um meginform húsa, ef ákvæði þyggingarskilmála eru nægilega ákveðin (svo sem stærð húsa, fjölda hæða, þakhalla og mænisstefnu), en slíkar hömlur eru gjarnan óvinsælar meðal hönn- uða og byggjenda. f versta falli vísa þær frá góðum arkitektúr á grund- velli of þröngra reglna (t.d. um nýtingarhlutfall), eða vegna nýstárlegs útlits, en hleypa á sama tíma með- almennskunni að. Byggingarnefndir eru samt í reynd eitt helsta stjórn- tækið til að skapa heild í íslensku byggingarmynstri, en það heyrir fremur til undantekningar en reglu að arkitektar starfi í þeim. Byggingarnefndir leggja sem sé sjaldnast mat á það hvort hús sé „of Ijótt" eða „passi illa inn í“ ef byggingarskilmálum er fylgt. „Hver sem haldið getur á blýanti og ekki er fáviti teiknar hús í dag á íslandi, og það sem meira er, fær það samþykkt," benti Hörður Ágústsson á í grein í Birtingi fyrir 30 árum og bætti við: „ Ég tel byggingar- nefndir héraða og bæja bera einna mesta ábyrgð á því hörmungarástandi, sem hér ríkir í byggingar- menningu." það munu víðast hvar vera óþreyttar vinnuaðferðir í byggingarnefndum landsins enn í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.