AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Blaðsíða 20

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Blaðsíða 20
Arkitektar og byggingameistarar framtíöar? samskiptum sem eiga sér stað hverju sinni. Þegar barn leikur sér fer það úr raunveruleikanum inn í heim ímyndanna. Það tjáir tilfinningar sínar í gegnum leik- inn og fær útrás fyrir þær. í leiknum þjálfa börn skiln- ing á aðstæðum og að geta sett sig í spor annarra. Leiksvæði sem er einungis stórt opið rými býður gjarnan upp á hlaup og hávaða og er því ekki hvetj- andi fyrir þykjustuleik og náin tengsl. Þau minnstu sitja oft hrædd úti í horni og horfa á. Yngri börn eru mjög hrifin af litlu rými. Með þúfum, trjárunnum, hæð- um og stórum steinum er hægt að útbúa mörg lítil leiksvæði. Það gefur meiri möguleika á öryggi að geta leikið sér án truflunar og ímyndunaraflið blómst- rar. Leikurinn krefst mikillar einbeitingar, atburðarásin er ekki fyrirfram ákveðin. Að leika sér í umhverfi sem er öruggt gefur börnunum tækifæri á að einbeita sér lengur við sama leikinn. Þeim mun þróaðri sem leikurinn er þeim mun meiri einbeiting og upplifun verðurhjábarninu. Börn eru fær um að halda áfram skapandi starfi dögum saman ef þau eru örugg og án mikillar truflunar og þurfa ekki alltaf að byrja á sama leiknum frá byrjun. í leik þjálfast getan að gera sér í hugarlund. Sem dæmi um það er að mold og vatn eru bara mold og vatn í huga barnsins. En ef barnið fær að leika sér með mold og vatn, er ekki ólíklegt að barnið fái hugmynd sem það getur útfært á sinn máta, t.d. búið til drullukökur, bílavegi, bygg- ingar og fleira. Þannig getur umhverfi verið stöðug uppspretta sköpunar og leikja. Verðmætamat okkar er allt annað en barnanna, einn trékubbur getur skipt barnið mjög miklu máli og verið allt í senn blll, bátur eða hús en komið okkur fyrir sjónir sem gamalt drasl. Eitt af þvl sem einkennir leikinn er að geta séð hlutina á mismunandi hátt. Hægt er að segja að barnið gangi inn og út úr raun- veruleikanum eftir hentugleika og upplifi aðstæður á marga vegu. Börn sem fá að njóta sín á þennan hátt verða skapandi og sveigjanleg I hugsun. Nauð- synlegt er að börn fái tækifæri til að skapa sín leikföng sjálf. Þau geta nýtt sér verðlaus efni s.s steina, skeljar, trébúta o.fl.til að búa til kassabíl, flugvélar, báta, dúkkuhús svo eitthvað sé nefnt. Með þessu er sköpunargleði barnanna örvuð og þau bera meiri virðingu fyrir leikfanginu. Umhverfi barnsins á að vera tilbreytingaríkt og spennandi. Það á að bjóða upp á sveigjanleika og að barnið geti breytt út af venjum, t.d. gefa möguleika 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.