AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Qupperneq 71
viðvörunarkerfi sem aðvarar stjórnendurframkvæm-
dar áður en skaðinn er skeður. Með eftirliti er hægt
að fylgjast með árangri framsettra mótvægisaðgerða
og framgangi framkvæmdar svo hægt verði að grípa
strax í taumana ef nauðsyn krefur. Einnig má með
eftirliti öðlast meiri þekkingu á hagnýtri spádóms-
tækni um árangur þeirra mótvægisráðstafana sem
beitt er og efla þekkingu á umhverfisröskun ýmissa
framkvæmdaþátta á tiltekið umhverfi. Sú þekking
kæmi umhverfismati beint til góða með minni óvissu
og skapar skilning á hvernig nýta má hagkvæmar
þá tækni og auðlindir sem völ er á.
Athugun á nákvæmni og árangri umhverfismats hefur
verið kölluð endurskoðun við framkvæmdalok (post-
auditing), þótt engin ein viðurkennd skilgreining sé
til í umhverfisvísindum. Megintilgangur þessarar
endurskoðunar er að rannsaka virkni aðferða, laga
og stjórnsýslu er við koma umhverfismati og til að
vera hvatning til úrbóta. Hæfni umhverfisröskunar-
spáa og mótvægisaðgerða gæti t.d. verið rannsókn-
arefni og/eða skilvirkni stjórnunaraðferða við um-
hverfismat. Einnig mætti leggja mat á gagnsemi um-
hverfismats og kanna hvort ferlið uppsker traustar,
viðeigandi og skýrar upplýsingar varðandi umhverfis-
áhrif framkvæmda og það sem af þeim leiðir. Venju-
lega hafa háskólar eða aðrar rannsóknarstofnanir
þetta hlutverk með höndum.
II. LÖG OG REGLUGERÐ UM MAT Á UMHVERF-
ISÁHRIFUM
Lögin og nýtilkomin reglugerð um mat á umhverfis-
áhrifum setja fram dæmigert fyrstu-kynslóðar um-
hverfismatsferli sem samanstendur af ákvæðum um
afstúkun framkvæmda, mótvægisaðgerðir, upplýs-
ingagjöf um framkvæmd, umsagnarrétt almennings
eftir skil á upplýsingum framkvæmdaraðila og
ákvörðunartöku, en án umfangsstigs, snemmbærrar
almennrar þátttöku, formlegrar matsskýrslu (nema
við aðra athugun) eða vöktunar. Ákvæðin munu vafa-
laust leiða til meiri formfestu við umsýslu umhverfis-
röskunar fyrirhugaðra framkvæmda og sér í lagi
kunna þau að þrengja athafnafrelsi stofnana á borð
vió Vegagerð og Landsvirkjun vegna ákvæða um
skyldumat á umhverfisáhrifum nýrra vegastæða og
virkjana.
í lögunum og í viðauka við þau eru skrár yfir fram-
kvæmdir sem ávallt skulu háðar umhverfismati og
er eðli og stærð framkvæmda mælikvarðinn fyrir
báðar skrárnar. Viðauki laganna er tekinn inn óbreytt-
ur frá Viðauka I í tilskipun EBE nr. 85/337 (sem ísland
hefur skuldbundið sig til að uppfylla með tilkomu
Evrópska efnahagssvæðisins, EES). Aðrar fram-
kvæmdir sem líklegar eru til að valda mestri umhverf-
isröskun hérlendis eru tilteknar í lögunum sjálfum s.s.
virkjanir, háspennulínur, vegaframkvæmdir, efnis-
námur, sorpeyðingarstöðvar, stál/álver o.fl. ( reglu-
gerðinni (Viðauka II) eru einnig skráðarframkvæmdir
sem kunna að hafa umtalsverða röskun í för með
sér og þ.a.l. gætu þurft að fara í mat þegar svo ber
undir. þau efnisatriði sem hafa bertil hliðsjónar þegar
metið er hvort framkvæmd kunni að hafa umtalsverð
áhrif verða sett fram í leiðsögureglum. Með því
ákvæði er afstúkun í aðferðafræði umhverfismats fest
í sessi. þar sem leiðsögureglurnar eru ekki tilbúnar
er óljóst hvort efnisatriði fyrir afstúkun verða almenns
eðlis eða hvort þær munu gefa vísbendingar/mæli-
kvarða hvenær mats er þörf fyrir hvern framkvæmda-
flokk í Viðauka II.
Umhverfisráðherra getur sett í reglugerð að aðrar
framkvæmdir skuli háðar mati á umhverfisáhrifum í
samræmi við alþjóðasamninga, sem og ákvarðað um
hvort aðrar framkvæmdir en þær sem tilteknar eru í
lögunum verði háðar mati. í því síðastnefnda skal
álit skipulagsstjóra liggja fyrir og ráðherra er einnig
skylt að leita umsagnar framkvæmdaraðila, leyfis-
veitanda og hlutaðeigandi sveitarstjórna áður en
ákvörðun er tekin um hvort framkvæmdin verði mats-
skyld. Þetta ákvæði mun hafa verið sett fram til að
sýna stjórnarfarslegan vilja til að stækka þann flokk
framkvæmda sem lögin ná til, þar sem mögulegt er
að ákveða framkvæmdir í mat með reglugerðar-
breytingu án þess að fjalla um það áður á Alþingi.
Hér mun einkum hafa verið litið til framkvæmdaflokka
í Viðauka II í tilskipun EBE (sjá Viðauka II í reglu-
gerðinni) og að láta lögin ná til uppsöfnunar- og
margfeldisáhrifa margra smárra framkvæmda innan
sama svæðis, þar sem engin ein tiltekin framkvæmd
yrði háð mati.
í reglugerðinni er almenningi veitt heimild til að til-
kynna framkvæmd til ráðherra en hins vegar er al-
menningi ekki veittur umsagnarréttur við afstúkun
framkvæmda. Eðli málsins samkvæmt ætti almenn-
ingur að fá að sitja við sama borð og framkvæmdar-
aðili. Margfeldis- og uppsöfnunaráhrifum eru hins
vegar ekki gerð sérstök skil þó vera kunni að í
leiðsögureglum verði mælikvarði sem höfði til þétt-
leika frarmkvæmda.
69