AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Blaðsíða 62

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Blaðsíða 62
á hverri hæð var lýst í viðeigandi dálk á eyðublaði, nöfn fyrirtækja skráð ef ekki var Ijóst um hvers konar starfsemi var að ræða, athugasemdir um vafaatriði skráðar, fjöldi íbúða á hverri hæð skráður og sérstak- lega merkt við þær hæðir sem þurfti að kanna nánar með tilliti til breyttrar notkunar eða fullnýtingar. þegar um vafaatriði var að ræða var farið aftur á vettvang. Áður en vettvangskönnun fór fram var heimilisfang, hæðir, staðgreinir og matshlutar skv. fasteignamati skráðir á eyðublöðin í þeim tilgangi að flýta fyrir könn- un á vettvangi. Upplýsingar, sem fengust við vettvangskönnun um notkun húsnæðis, voru skráðar í gagnagrunn eftir kerfi sem forritað var sérstaklega fyrir verkefnið og gefur möguleika á margvíslegum fyrirspurnum. Samhliða könnun á notkun húsnæðis í miðbænum var unnið að því að gera kortagrunn af honum tölvu- tækan og er tenging gagnagrunns við kortagrunn hafin. Niðurstöður úr könnun á notkun húsnæðis má skoða frá ýmsum sjónarhornum. f könnuninni kom í Ijós að töluvert er um autt og illa nýtt húsnæði í miðbænum, þ.e. autt húsnæði og geymslur. Með skráningunni fást einnig upplýsingar um umfang miðbæjarstarf- semi í miðbænum, en miðbæjarstarfsemi er einkum talin smásala, þjónusta, fjármálastarfsemi og skrif- stofur. Fataverslanir og skartgripaverslanir eru flestar og af fataverslunum voru kvenfataverslanir f meiri- hluta. Lögfræðingar og læknar eru flestir sérfræð- inga sem starfa í miðbænum og af því sem hér er nefnt sérhæfð þjónusta eru hársnyrtistofur og snyrti- stofur flestar. Annað sem nefna má er hinn mikli fjöldi sýningarsala í miðbænum og skemmtistaðir eru fjölmargir. ■ LÝÐUR SIGURÐSSON Einn þeirra listamanna sem vakið hafa hvað mesta athygli hér á landi á undanförnum árum er tvímælalaust Lýður Sigurðsson. Það kemur líka á óvart hvað hann á auðvelt með að brúa bilið milli málara- listar og handverks. Úr smiðju hans koma jöfnum höndum málverk, sem fá okkur til að sjá samtíðina í nýju Ijósi, og húsgögn sem sýna okkur fram á að möguleikar íslenskrar húsgagnahönnunar eru hvergi nærri tæmdir. En gefum Lýð orðið: „Ég lærði húsgagnasmíði hjá föðurbróður mínum, Jóni Oddssyni, norður á Akureyri á gömlu, grónu hús- gagnaverkstæði og kynntist þar íslensku handverki í húsgagnaiðnaði eins og það gerðist best. Þar var valinn maður í hverju rúmi. Margir þessara manna voru miklir listamenn. Við inngönguna í EFTAflæddu hins vegar ódýr húsgögn inn í landið og drápu þetta allt. Ffúsgagnaframleiðendur og stjórnmálamenn týndu algerlega áttunum á þessum árum hvað viðkom húsgagnaiðnaði og kepptust við að búa hér til vasaútgáfu af framleiðslufyrirtækjum stórþjóðanna I stað þess að halda í þetta handverk. Auðvitað getum við aldrei keppt við stórþjóðir með því að búa 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.