AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Side 62

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Side 62
á hverri hæð var lýst í viðeigandi dálk á eyðublaði, nöfn fyrirtækja skráð ef ekki var Ijóst um hvers konar starfsemi var að ræða, athugasemdir um vafaatriði skráðar, fjöldi íbúða á hverri hæð skráður og sérstak- lega merkt við þær hæðir sem þurfti að kanna nánar með tilliti til breyttrar notkunar eða fullnýtingar. þegar um vafaatriði var að ræða var farið aftur á vettvang. Áður en vettvangskönnun fór fram var heimilisfang, hæðir, staðgreinir og matshlutar skv. fasteignamati skráðir á eyðublöðin í þeim tilgangi að flýta fyrir könn- un á vettvangi. Upplýsingar, sem fengust við vettvangskönnun um notkun húsnæðis, voru skráðar í gagnagrunn eftir kerfi sem forritað var sérstaklega fyrir verkefnið og gefur möguleika á margvíslegum fyrirspurnum. Samhliða könnun á notkun húsnæðis í miðbænum var unnið að því að gera kortagrunn af honum tölvu- tækan og er tenging gagnagrunns við kortagrunn hafin. Niðurstöður úr könnun á notkun húsnæðis má skoða frá ýmsum sjónarhornum. f könnuninni kom í Ijós að töluvert er um autt og illa nýtt húsnæði í miðbænum, þ.e. autt húsnæði og geymslur. Með skráningunni fást einnig upplýsingar um umfang miðbæjarstarf- semi í miðbænum, en miðbæjarstarfsemi er einkum talin smásala, þjónusta, fjármálastarfsemi og skrif- stofur. Fataverslanir og skartgripaverslanir eru flestar og af fataverslunum voru kvenfataverslanir f meiri- hluta. Lögfræðingar og læknar eru flestir sérfræð- inga sem starfa í miðbænum og af því sem hér er nefnt sérhæfð þjónusta eru hársnyrtistofur og snyrti- stofur flestar. Annað sem nefna má er hinn mikli fjöldi sýningarsala í miðbænum og skemmtistaðir eru fjölmargir. ■ LÝÐUR SIGURÐSSON Einn þeirra listamanna sem vakið hafa hvað mesta athygli hér á landi á undanförnum árum er tvímælalaust Lýður Sigurðsson. Það kemur líka á óvart hvað hann á auðvelt með að brúa bilið milli málara- listar og handverks. Úr smiðju hans koma jöfnum höndum málverk, sem fá okkur til að sjá samtíðina í nýju Ijósi, og húsgögn sem sýna okkur fram á að möguleikar íslenskrar húsgagnahönnunar eru hvergi nærri tæmdir. En gefum Lýð orðið: „Ég lærði húsgagnasmíði hjá föðurbróður mínum, Jóni Oddssyni, norður á Akureyri á gömlu, grónu hús- gagnaverkstæði og kynntist þar íslensku handverki í húsgagnaiðnaði eins og það gerðist best. Þar var valinn maður í hverju rúmi. Margir þessara manna voru miklir listamenn. Við inngönguna í EFTAflæddu hins vegar ódýr húsgögn inn í landið og drápu þetta allt. Ffúsgagnaframleiðendur og stjórnmálamenn týndu algerlega áttunum á þessum árum hvað viðkom húsgagnaiðnaði og kepptust við að búa hér til vasaútgáfu af framleiðslufyrirtækjum stórþjóðanna I stað þess að halda í þetta handverk. Auðvitað getum við aldrei keppt við stórþjóðir með því að búa 60

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.