AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Qupperneq 67
lyiAT
A UMHVERFISAHRIFUM
ýsett lög og reglugerð um mat á um-
hverfisáhrifum er tilefni þessarar grein-
ar. Umhverfismat eru umfangsmikil
fræðigrein sem unnið hefur sér sess
víða um lönd þótt misjafnt standi styrkur þess í lögum.
Leitast er við að gefa innsýn í aðferðir umhverfis-
mats auk þess að hefja umræðu um efni laga og
reglna um mat á umhverfisáhrifum sem nú er verið
að semja leiðbeiningar við. Gangur umhverfismats
er settur fram í nokkrum meginstigum sem saman-
standa af: afstúkun framkvæmda; umfangi umhverf-
ismats; mótvægisaðgerðum; gerð matsskýrslu; rit-
dómi á matsskýrslu; umsögn og þátttöku almenn-
ings; ákvörðunartöku og vöktun. Niðurlag greinar-
innar er að betur má ef duga skal, til að kostir um-
hverfismats njóti sín til fulls. Gefin eru fyrirheit um að
fullnægjanlegt geti verið að skila inn tilkynningu um
fyrirhugaða framkvæmd til grundvallar ákvörðun um
veitingu framkvæmdaleyfis; að ávinningur af fram-
kvæmd geti gert umhverfisáhrif ásættanleg. Æski-
legra væri að þátttaka almennings og umsagnaraðila
kæmi mun fyrr inn í ferli umhverfismats en gert er
ráð fyrir; og betur færi á að hafa eitt matsþrep í stað
tveggja (frumathugun og frekari athugun) þar sem
tilkynning framkvæmdaraðila yrði notuð við formlega
afstúkun framkvæmda samkvæmt viðauka II í
reglugerðinni.
I. UMHVERFISMAT
Aðferðir umhverfismats hafa hlotið mikla viður-
kenningu við stjórn umhverfismála frá því það var
fyrst tekið upp í Bandaríkjunum árið 1969 (National
Environmental Policy Act). Mörg lönd hafa tekið upp
aðferðirnar í kjölfarið með mismiklum áhuga sem leitt
hefur til þess að þróunin er komin mislangt á veg.
Margar skilgreiningar eru til á umhverfismati, þar á
meðal eftirfarandi frá Lee (1989):
„Umhverfismat - Ferli aðferða, hannað til að ganga
úr skugga um að þeir áhrifaþættir, sem kunna að
valda umtalsverðri umhverfisröskun, verði metnir á
fullnægjandi hátt og að tekið verði fullt tillit til þeirra
við áætlunargerð, hönnun, ákvörðunartöku og aðra
starfsemi.”
Umhverfismat setur á oddinn þá valmöguleika sem
eru heillavænlegir umhverfinu og nær bestum árangri
ef umhverfisáhrif eru könnuð eins snemma á undir-
búningsstigi og kostur er. Þá er hægt að taka fullt
tillit til þeirra við endanlegt framkvæmdaval, staðar-
val, skipulag og hönnun. Umhverfismat dregurfram
verklag sem líklegt er að dragi úr umhverfisröskun
og leitast við að sýna fram á lausnir sem auka hæfi
framkvæmdar í fyrirhugað umhverfi. Tækni þess
byggist einkum á hreyfanlegu upplýsingaflæði og
er eftirtekjan mjög háð svörun (feedback), sjá flæðirit.
Lög og reglur sem eiga að tryggja þetta flæði þurfa
þess vegna að vera þróuð og falla vel inn í stjórn-
sýslu þeirra stofnana sem sjá um umhverfismat.
Niðurstöður mats eru venjulega settar í skýrslu sem
ákvörðun um endanlega leyfisveitingu byggist á.
Þetta má þó ekki skilja á þann veg að á einum
tímapunkti, í kjölfar skýrslunnar, verði eina ákvörðunin
tekin í umhverfismatsferlinu. þar er einungis um að
ræða endanlegt leyfi eða/synjun til framkvæmda.
Áætlunargerð og skipulag vegna framkvæmdar eða
annarrar starfsemi er háð fjölda ákvarðana sem eru
teknar af mörgum ólíkum aðilum á mismunandi tíma.
Enda er oft þegar búið að taka ákvörðun um fram-
kvæmdaþörf, staðsetningu og/eða hönnunarfor-
sendur þegar eiginleg matsskýrsla er loks fullfrá-
gengin.
Hér á eftir er dregið upp líkan af umhverfismati og
helstu aðferðir þess kynntar. Líkanið samanstendur
af: afstúkun (er framkvæmd matsskyld?); umfangi
(yfirgrip og nákvæmni mats); mótvægisaðgerðum
(ráðstafanir til að draga úr/forðast röskun); gerð
matsskýrslu; ritdómi (gæðamat á matsskýrslu);
umsögn og þátttöku almennings; ákvörðunartöku
auk vöktunar og endurskoðunar (eftirlit og rannsókn
á árangri ferlisins).
AFSTÚKUN (screening)
Fyrsta stig umhverfismats er að ákvarða þörfina á
að meta umhverfisáhrif tiltekinnar framkvæmdar. Fullt
umhverfismat kann að vera ónauðsynlegt fyrir allar
framkvæmdir eða starfsemi og er afstúkun beitt til
að hvftþvo þær framkvæmdir sem samkvæmt fyrri
65
EINAR PALSSON TÆKNIFRÆÐINGUR