AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Síða 59
MIÐBÆR REYKJAVÍKUR
SUMARIÐ1993
Sumarið 1993 unnu nokkrir nemar á
háskólastigi verkefni um Miðbæ
Reykjavíkur, þ.e. svæðið frá Aðalstræti
að Hlemmi en það svæði er skilgreint
sem starfssvæði þróunarfélags Reykjavíkur. Borgar-
skipulag Reykjavíkur sá um framkvæmd verkefn-
anna í náinni samvinnu við þróunarfélagið. Niður-
stöður verkefnanna munu nýtast við skipulagsvinnu
í miðbænum og auk þess gefa fyrirtækja- og versl-
unareigendum sem og öðrum greinargóðar upplýs-
ingar um hann. Borgarskipulag Reykjavíkur hefur
gefið út niðurstöður verkefnanna í þremur skýrslum:
Miðbærinn. Fjöldi, ferðir og erindi gangandi vegfar-
enda sumarið 1993.
Miðbærinn. Viðhorf borgarbúatil miðbæjarins sum-
arið 1993.
Miðbærinn. Könnun á notkun húsnæðis sumarið
1993.
í fyrstu skýrslunni er gerð grein fyrir talningu á
gangandi vegfarendum í miðbænum og könnun á
aldri þeirra, kyni, búsetu, erindum þeirra í miðbæn-
um, ferðamáta og tíðni ferða. í sömu skýrslu er sagt
frá athugun á hvort farþegar tveggja skemmtiferða-
skipa nýttu daginn í Reykjavík. í annarri skýrslunni
eru birtar niðurstöður úr könnun á viðhorfum gang-
andi vegfarenda í miðbænum og úrtaks íbúa í Breið-
holti, Árbæjarhverfum og Grafarvogi til miðbæjarins
og í þeirri þriðju eru birtar niðurstöður frá skráningu
á notkun húsnæðis í miðbænum.
Öll eru þessi verkefni tengd. Fjöldi gangandi fólks í
miðbænum skiptir máli fyrir líflegt og áhugavert
umhverfi hans og arðvænlegt umhverfi viðskipta og
þjónustu. Það er einnig forvitnilegt að vita hve oft
fólk kemur í miðbæinn og hvað það hefur þangað
að sækja. Ef starfsemi þar er ekki fjölbreytt og “rétt”
blönduð laðar hún ekki að sér viðskiptavini og þar
með aukna umferð gangandi fólks. Þessari umferð
er hægt að stýra með markvissri staðsetningu
viðskipta- og þjónustufyrirtækja. Fjöldi ferðamanna
sem dvelur í miðbænum skiptir einnig máli fyrir
mannlífið þar og afkomu verslana og fyrirtækja. f
könnunum á viðhorfum borgarbúa til miðbæjarins
kemur m.a. fram hvaða sess hann skipar í hugum
þeirra, hvað þeir telja að sé jákvætt við hann og hvað
neikvætt. Þessi vitneskja kemur þeim sem vinna að
framgangi miðbæjarinstil góða, bæði hvernig til hefur
tekist með það sem hefur verið gert og hvert skuli
stefna að áframhaldandi uppbyggingu hans. Jafn-
framt því sem nákvæmar upplýsingar um notkun
húsnæðis í miðbænum eru mikilvægur gagnabanki
munu upplýsingar um autt og eða illa nýtt húsnæði
þar nýtast við tilraunaverkefnið “íbúð á efri hæð”
sem er nú hafið og felur í sér að breyta fyrrnefndu
húsnæði í íbúðir þar sem það er mögulegt. Aukinn
fjöldi íbúða í miðbænum mun aftur stuðla að fjöl-
breyttara og auðugra mannlífi þar og auknu öryggi
þar sem fleiri verða á ferli.
TALNING Á GANGANDI VEGFARENDUM
Gangandi vegfarendur voru taldir í sex daga, fimm
virka daga og einn „langan” laugardag, á fjórum
stöðum í miðbænum, Austurstræti 20, Bankastræti
8 og Laugavegi 30 og 84. Talið var á tímabilinu 27.
júlí til 20. ágúst 1993 frákl. 9.15 til 18.00 virku dagana
en frá 10.00 til 17.00 á laugardeginum. Þar sem gert
var ráð fyrir að veður gæti haft áhrif á ferðir fólks í
miðbæinn, varveðurlýsing skráð með reglulegu milli-
bili talningardagana.
Helstu niðurstöður af talningu vegfarenda benda til
að fleiri gangandi vegfarendur séu á ferli í Austur-
stræti og Bankastræti en Laugavegi nema þegar
haldinn er „langur laugardagur” en þá voru fleiri á
57
GUÐLAUGSDOTTIR SKIPULAGSFRÆÐINGUR