AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Side 18

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Side 18
Drafnaborg gamla. Drafnaborg nýja, Yngvi Þór Loftsson landslagsarkitekt hannaöi. í áranna rás og fjölbreytni aukist enda eru leikvalla- svæði borgarinnar nú í kringum 250 talsins. Sums staðar eru leiksvæðin hlutar stærri útivistarsvæða og tengjast þannig opnu, náttúrlegu umhverfi með holtum, klöppum og mólendi. Dæmi um þetta má sjá á Ijósmyndum af gæsluvelli á Ártúnsholtinu og leikvelli við Reyrengi. Það liggur í hlutarins eðli að 16 leiksvæðin hljóta að breytast nokkuð með nýjum tækjum, sem komast í tísku, og nýjum áhugamálum barna. Hjólabrettin útheimta sitt umhverfi og einnig körfubolti svo dæmi séu tekin. Önnur tæki og leikir halda alltaf velli og úreldast aldrei að því er virðist. Svo er um róluna sem er sígild meðal leiktækja og fótboltinn er alltaf vinsæll. Nýgerður grenndarleikvöllur við Aflagranda hefur vakið talsverða athygli enda vísar hann til fyrri vinnsluaðferða á fiski á trönum. Svæðið liggur við mikla umferðargötu meðfram sjávarströndinni. Trön- urnar afmarka svæðið og eru um leið spennandi leik- tæki. Við Laxakvísl er leikvöllur upp við lóð Árbæjar- safnsins. Þar er tóft sögualdarbæjarins að Stöng endurgerð sem gefur börnum fjölbreytta möguleika til leikja, t.d. með fornsögurnar að fyrirmynd. Leikskólinn Drafnaborg var nýlega endurgerður og nýtist leiksvæði hans einnig á kvöldin börnum úr nærliggjandi húsum. Þessi leikvöllur er vettvangur atburðanna í sögunni Benjamín dúfa eftir Friðrik Erlingsson. Bókin sannar svo ekki verður um villst að leikvöllurinn skipar verðmætan sess í lífi barna.

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.